Ekki félagshyggjustjórn enn 17. febrúar 2010 06:00 Björgvin Guðmundsson skrifar um ríkisstjórnina. Margir félagshyggjumenn urðu glaðir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þingsæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélaginu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lofaði því samt að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska velferðarkerfið. Stærsta kosningaloforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann. Almannatryggingar skornar niðurÞað er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarðar, sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega. Ekki má mismuna atvinnulausumFélagsmálaráðherra hefur einnig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysisbætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grundvelli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnuleysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræðisreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félagshyggju"-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru. Aukinn jöfnuður í skattamálumRáðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félagshyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skattar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafnaðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki.Síðan hækkar núverandi ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveðið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut. Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnarEkkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylkingunni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggjustjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson skrifar um ríkisstjórnina. Margir félagshyggjumenn urðu glaðir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þingsæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélaginu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lofaði því samt að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska velferðarkerfið. Stærsta kosningaloforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann. Almannatryggingar skornar niðurÞað er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarðar, sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega. Ekki má mismuna atvinnulausumFélagsmálaráðherra hefur einnig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysisbætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grundvelli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnuleysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræðisreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félagshyggju"-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru. Aukinn jöfnuður í skattamálumRáðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félagshyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skattar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafnaðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki.Síðan hækkar núverandi ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveðið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut. Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnarEkkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylkingunni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggjustjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun