Fréttir vikunnar: Slökkviliðsmaður á slysadeild og játning í morðmáli Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. nóvember 2010 20:30 Slökkviliðsmaður var fluttur á slysadeild eftir eldsvoða á Laugavegi. Mynd/ Anton Brink. Vikan byrjaði á því að eldur kom upp á Laugavegi 40 á sunnudagskvöldi. Einn slökkviliðsmaður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir slökkvistarf. Eldurinn kom upp í risi á húsinu og slökkvistarf var flókið. Rífa þurfti hluta af þaki á húsinu. Að auki voru nokkrar skemmdir á risi hússins. Á mánudaginn sögðum við svo frá því að ráðist hafði verið á Ólaf Þórðarson daginn áður. Árásarmaðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald en hann er sonur Ólafs. Maðurinn hefur játað á sig verknaðinn. Kona sem handtekin var vegna árásarinnar var látin laus. Steingrímur Þór Ólafsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur var handtekinn í Venesúela í Suður-Ameríku í síðasta mánuði. Hann var afhentur íslenskum lögregluyfirvöldum á föstudag fyrir viku en hann er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis hófust á þriðjudaginn og fóru fram víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Skilanefnd og slitastjórn Glitnis hafa sent nokkur mál er varða meint lögbrot tengdum rekstri Glitnis til sérstaks saksóknara eins og fréttastofa hefur greint frá. Við sögðum líka frá því að um 160 fjárnám hafa verið gerð fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna frá haustinu 2008 vegna vanskila. Þetta kom fram í svari Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanni Hreyfingarinnar. Lilja Mósesdóttir, þingkona VG og formaður viðskiptanefndar lýsti því yfir á miðvikudaginn að hún bæri boðin og búin til þess að keyra hratt í gegnum þingið frumvarp um vexti og verðtyggingu. Með lögunum yrði þak sett á vexti íbúðalána þannig að þeir verði aðeins um þrjú prósent. Það var heppinn Dani sem hlaut fyrsta vinninginn í Víkingalottóinu á miðvikudaginn eða rúmlega 436 milljónir króna. Fimm Íslendingar fengu þó eitthvað í sinn hlaut en tveir voru með fimm jókartölur réttar réttri í röð. Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, var dæmdur sekur í Hæstarétti á fimmtudaginn og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur hnekkt. Garðar Helgi var ákærður fyrir að fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Ákæra gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem grunaður er um morðið á Hannesi Þór Helgasyni, var gefin út á fimmtudaginn. Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í Hafnarfirði þann 15. ágúst síðastliðinn. Fljótlega beindist grunur að Gunnari Rúnari sem hafði opinberlega lýst ást sinni á unnustu Hannesar. Hann játaði svo þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á föstudeginum. Verjandi Gunnars Rúnars fer fram á að réttarhaldið verði lokað, og leggur sérstaka áherslu á að það verðu lokað almenningi og fjölmiðlum þegar Gunnar Rúnar gefur skýrslu sem og geðlæknir hans. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis banka, var kallaður til yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara á fimmtudagsmorgun. Hann var í yfirheyrslum í um það bil tólf tíma og mætti svo aftur á hádegi daginn eftir. Á föstudag sögðum við svo frá því að reiknað er með að kostnaður við fyrirhugaðan landsdóm nemi rúmum 113 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi. Hæstiréttur og dómsmálaráðuneytið lögðu í sameiningu mat á útgjöldin vegna málsins. Í gær sögðum við svo frá áhyggjum flokksráðs VG vegna meðferðar kynferðisbrotamála innan lögreglunnar. Fundarmenn á fundi flokksráðsins bentu á að aðeins 3-6% af þeim málum sem upp koma enda með sakfellingu. Flokksráðsmenn krefjast meiri árangurs af kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Í gær var líka bent á að töluvert fleiri nota nagladekk nú í nóvember en þegar notkun nagladekkja var könnuð fyrir ári síðan. Um 32% ökutækja reyndist vera á negldum dekkjum þegar talning var gerð þann 17. nóvember síðastliðinn og 68% á öðrum tegundum dekkja. Fyrir ári síðan reyndist hlutfall þeirra ökutækja á negldum dekkjum 24%. Fyrir tveimur árum var hlutfallið hins vegar 35%. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Vikan byrjaði á því að eldur kom upp á Laugavegi 40 á sunnudagskvöldi. Einn slökkviliðsmaður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir slökkvistarf. Eldurinn kom upp í risi á húsinu og slökkvistarf var flókið. Rífa þurfti hluta af þaki á húsinu. Að auki voru nokkrar skemmdir á risi hússins. Á mánudaginn sögðum við svo frá því að ráðist hafði verið á Ólaf Þórðarson daginn áður. Árásarmaðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald en hann er sonur Ólafs. Maðurinn hefur játað á sig verknaðinn. Kona sem handtekin var vegna árásarinnar var látin laus. Steingrímur Þór Ólafsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur var handtekinn í Venesúela í Suður-Ameríku í síðasta mánuði. Hann var afhentur íslenskum lögregluyfirvöldum á föstudag fyrir viku en hann er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis hófust á þriðjudaginn og fóru fram víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Skilanefnd og slitastjórn Glitnis hafa sent nokkur mál er varða meint lögbrot tengdum rekstri Glitnis til sérstaks saksóknara eins og fréttastofa hefur greint frá. Við sögðum líka frá því að um 160 fjárnám hafa verið gerð fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna frá haustinu 2008 vegna vanskila. Þetta kom fram í svari Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanni Hreyfingarinnar. Lilja Mósesdóttir, þingkona VG og formaður viðskiptanefndar lýsti því yfir á miðvikudaginn að hún bæri boðin og búin til þess að keyra hratt í gegnum þingið frumvarp um vexti og verðtyggingu. Með lögunum yrði þak sett á vexti íbúðalána þannig að þeir verði aðeins um þrjú prósent. Það var heppinn Dani sem hlaut fyrsta vinninginn í Víkingalottóinu á miðvikudaginn eða rúmlega 436 milljónir króna. Fimm Íslendingar fengu þó eitthvað í sinn hlaut en tveir voru með fimm jókartölur réttar réttri í röð. Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, var dæmdur sekur í Hæstarétti á fimmtudaginn og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur hnekkt. Garðar Helgi var ákærður fyrir að fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Ákæra gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem grunaður er um morðið á Hannesi Þór Helgasyni, var gefin út á fimmtudaginn. Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í Hafnarfirði þann 15. ágúst síðastliðinn. Fljótlega beindist grunur að Gunnari Rúnari sem hafði opinberlega lýst ást sinni á unnustu Hannesar. Hann játaði svo þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á föstudeginum. Verjandi Gunnars Rúnars fer fram á að réttarhaldið verði lokað, og leggur sérstaka áherslu á að það verðu lokað almenningi og fjölmiðlum þegar Gunnar Rúnar gefur skýrslu sem og geðlæknir hans. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis banka, var kallaður til yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara á fimmtudagsmorgun. Hann var í yfirheyrslum í um það bil tólf tíma og mætti svo aftur á hádegi daginn eftir. Á föstudag sögðum við svo frá því að reiknað er með að kostnaður við fyrirhugaðan landsdóm nemi rúmum 113 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi. Hæstiréttur og dómsmálaráðuneytið lögðu í sameiningu mat á útgjöldin vegna málsins. Í gær sögðum við svo frá áhyggjum flokksráðs VG vegna meðferðar kynferðisbrotamála innan lögreglunnar. Fundarmenn á fundi flokksráðsins bentu á að aðeins 3-6% af þeim málum sem upp koma enda með sakfellingu. Flokksráðsmenn krefjast meiri árangurs af kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Í gær var líka bent á að töluvert fleiri nota nagladekk nú í nóvember en þegar notkun nagladekkja var könnuð fyrir ári síðan. Um 32% ökutækja reyndist vera á negldum dekkjum þegar talning var gerð þann 17. nóvember síðastliðinn og 68% á öðrum tegundum dekkja. Fyrir ári síðan reyndist hlutfall þeirra ökutækja á negldum dekkjum 24%. Fyrir tveimur árum var hlutfallið hins vegar 35%.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira