Þetta kemur fram í Finnacial Times. „Það er hópur sjóða, kannski þrír eða fjórir, sem hafa haft þessi viðskipti sem grundvallartekjuöflun sína og hagnaðurinn er mikill," segir greinandi hjá einum af stærstu vogunarsjóðunum í London.
Í síðustu viku komu evrópskir stjórnmálamenn fram með harða gagnrýni á vogunarsjóði og aðra markaðsaðila sem versla mikið með skuldatryggingar. Hafa stjórnmálamennirnir hótað hertum lögum og reglum til að reyna að takmarka þessi viðskipti.