Eldgosið eyðilagði heimsmetstilraun 23. mars 2010 07:30 Mortara sló eitt heimsmet þegar hann flaug í kringum hnöttinn á tæpum 58 klukkustundum. Eldgosið á Íslandi kom hins vegar í veg fyrir aðra heimsmetstilraun. NordicPhotos/Afp Eldgosið við Fimmvörðuháls eyðilagði aðra af tveimur heimsmetstilraunum svissneska flugmannsins Riccardo Mortara. Mortara hugðist slá met ævintýramannsins Steves Fossett með því að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á innan við 67 klukkustundum. Það tókst því Mortara flaug hringinn á 57 klukkustundum og 54 mínútum. Honum mistókst hins vegar að slá met kylfingsins Arnolds Palmer sem flaug í kringum heiminn á 57 klukkustundum og 26 mínútum á mun léttari vél. Mortara segir eldgosið á Íslandi hafa eyðilagt þau plön og seinkað ferðinni um fjórar klukkustundir. Mortara ætlaði að lenda í Keflavík eftir viðkomu í Kanada en flugvellinum var hins vegar lokað vegna eldgossins við Eyjafjallajökul og Mortara neyddist til að snúa við. „Við settum okkur háleit markmið og ætluðum að slá met Palmers,“ segir Mortara í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. „Okkur hefði sennilega tekist að slá það um fjórar klukkustundir ef ekki hefði orðið þetta eldgos á Íslandi.“ Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hleypti miklum taugatitringi í áhöfn Mortara eins og kemur fram á heimasíðu heimsmetstilraunarinnar, 360worldrecord.com. „Ég var vakinn og mér sagt frá eldgosinu á Íslandi. Þetta var eins og martröð,“ skrifar Carlo Allauigan, einn úr áhöfn flugvélarinnar. Mortara flaug Sabreliner 65-flugvél til að setja metið en slíkar vélar voru fyrstu einkaflugvélarnar sem byggðar voru handa auðjöfrum og fólki loðnu um lófana.- fgg Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Eldgosið við Fimmvörðuháls eyðilagði aðra af tveimur heimsmetstilraunum svissneska flugmannsins Riccardo Mortara. Mortara hugðist slá met ævintýramannsins Steves Fossett með því að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á innan við 67 klukkustundum. Það tókst því Mortara flaug hringinn á 57 klukkustundum og 54 mínútum. Honum mistókst hins vegar að slá met kylfingsins Arnolds Palmer sem flaug í kringum heiminn á 57 klukkustundum og 26 mínútum á mun léttari vél. Mortara segir eldgosið á Íslandi hafa eyðilagt þau plön og seinkað ferðinni um fjórar klukkustundir. Mortara ætlaði að lenda í Keflavík eftir viðkomu í Kanada en flugvellinum var hins vegar lokað vegna eldgossins við Eyjafjallajökul og Mortara neyddist til að snúa við. „Við settum okkur háleit markmið og ætluðum að slá met Palmers,“ segir Mortara í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. „Okkur hefði sennilega tekist að slá það um fjórar klukkustundir ef ekki hefði orðið þetta eldgos á Íslandi.“ Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hleypti miklum taugatitringi í áhöfn Mortara eins og kemur fram á heimasíðu heimsmetstilraunarinnar, 360worldrecord.com. „Ég var vakinn og mér sagt frá eldgosinu á Íslandi. Þetta var eins og martröð,“ skrifar Carlo Allauigan, einn úr áhöfn flugvélarinnar. Mortara flaug Sabreliner 65-flugvél til að setja metið en slíkar vélar voru fyrstu einkaflugvélarnar sem byggðar voru handa auðjöfrum og fólki loðnu um lófana.- fgg
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira