Frímerkjaörk kemur kvikmyndagyðju aftur í sviðsljósið 16. október 2010 18:16 Kvikmyndagyðjan Audrey Hepburn er aftur komin í sviðsljós fjölmiðla, nær tveimur áratugum eftir andlát sitt. Frímerkjaörk með 14 frímerkjum sem fer á uppboð í næstu viku veldur því að margir alþjóðlegir fjölmiðlar eru nú að rifja upp ævintýralega ævi bresku leikkonunnar Audrey Hepburn. Hún var á sínum tíma talin ein fegursta kona heimsins þegar hún var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugnum. Frímerkin sem hér um ræðir lét þýska póstþjónustan prenta í milljóna upplagi árið 2001. Póstinum láðist þó að leita leyfis hjá syni Hepbrun fyrir þessari útgáfu þannig að upplagið var eyðilagt. En þó ekki alveg allt. Frímerkjaörkin sem hér um ræðir var prufa sem þýski pósturinn sendi syninum þegar frímerkin voru prentuð. Talið er að örkin verði slegin á yfir 500.000 evrur eða hátt í 80 milljónir kr. Þetta verðmat er ekki fjarri lagi því stök frímerki með Audrey Hepburn úr þessari útgáfu hafa verið seld sex sinnum á undanförnum árum. Hæsta verð sem fengist hefur fyrir stakt frímerki er yfir 150.000 dollarar eða um 18 milljónir kr. Audrey Hepburn var mikill mannvinur og lét verulega til sín taka í ýmiskonar góðgerðastarfsemi þegar hún var sem frægust. Öllum ágóða af sölu frímerkjaarkarinnar verður því skipt á milli UNICEF og Audrey Hepburn Children´s Foundation. Audrey Hepburn er aðeins ein af þremur leikkonum í heiminum sem unnið hefur Óskarsverðlaunin og Tony verðlaunin á sama árinu. Óskarinn fékk hún árið 1954 fyrir aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Roman Holliday. Þar lék hún á móti annarri Hollywood goðsögn, Gregory Peck. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kvikmyndagyðjan Audrey Hepburn er aftur komin í sviðsljós fjölmiðla, nær tveimur áratugum eftir andlát sitt. Frímerkjaörk með 14 frímerkjum sem fer á uppboð í næstu viku veldur því að margir alþjóðlegir fjölmiðlar eru nú að rifja upp ævintýralega ævi bresku leikkonunnar Audrey Hepburn. Hún var á sínum tíma talin ein fegursta kona heimsins þegar hún var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugnum. Frímerkin sem hér um ræðir lét þýska póstþjónustan prenta í milljóna upplagi árið 2001. Póstinum láðist þó að leita leyfis hjá syni Hepbrun fyrir þessari útgáfu þannig að upplagið var eyðilagt. En þó ekki alveg allt. Frímerkjaörkin sem hér um ræðir var prufa sem þýski pósturinn sendi syninum þegar frímerkin voru prentuð. Talið er að örkin verði slegin á yfir 500.000 evrur eða hátt í 80 milljónir kr. Þetta verðmat er ekki fjarri lagi því stök frímerki með Audrey Hepburn úr þessari útgáfu hafa verið seld sex sinnum á undanförnum árum. Hæsta verð sem fengist hefur fyrir stakt frímerki er yfir 150.000 dollarar eða um 18 milljónir kr. Audrey Hepburn var mikill mannvinur og lét verulega til sín taka í ýmiskonar góðgerðastarfsemi þegar hún var sem frægust. Öllum ágóða af sölu frímerkjaarkarinnar verður því skipt á milli UNICEF og Audrey Hepburn Children´s Foundation. Audrey Hepburn er aðeins ein af þremur leikkonum í heiminum sem unnið hefur Óskarsverðlaunin og Tony verðlaunin á sama árinu. Óskarinn fékk hún árið 1954 fyrir aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Roman Holliday. Þar lék hún á móti annarri Hollywood goðsögn, Gregory Peck.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira