Börsen: Íslendingar fá 20 milljarða aukalega frá FIH 5. október 2010 14:42 Viðskiptasíðan börsen.dk segir að sökum þess hve markaðsskráning skartgripaframleiðendans Pandóru gekk vel í dag sé allt útlit fyrir að Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings fá einn milljarð danskra kr, eða 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á FIH bankanum. Í umfjöllun börsen er rifjað upp ákvæði í samningum um söluna að Selabankinn og Kaupþing myndu njóta hagnaðar af eignarhlut FIH í Axcel III sjóðnum. Sá sjóður hefur hagnast um hátt í 300 milljarða kr. á sölu á hlutum í Pandóru í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Skráningargengið við upphaf markaðarins var 210 dkr. á hlut en gengið endaði 20% hærra í lok dagsins. FIH bankinn átti 10% í Axcel sem aftur átti 60% í Pandóru. Bara í dag seldi Axcel hluti fyrir 10 milljarða danskra kr. sem þýðir að 600 milljónir danskra kr. runnu beint til FIH og þaðan til Seðlabankans og Kaupþings. "Við eigum erfitt með að hætta að brosa," segir Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH. "Okkur sýnist sem milljarður hafi bæst ofan á söluverð FIH." Axcel hefur langt í frá selt alla hluti sína í Pandóru en fram kemur í börsen að ef gengið haldist í núvernandi stöðu næstu daga mun aukagreiðslan til Seðlabankans og Kaupþings nema einum milljarði danskra kr. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Viðskiptasíðan börsen.dk segir að sökum þess hve markaðsskráning skartgripaframleiðendans Pandóru gekk vel í dag sé allt útlit fyrir að Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings fá einn milljarð danskra kr, eða 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á FIH bankanum. Í umfjöllun börsen er rifjað upp ákvæði í samningum um söluna að Selabankinn og Kaupþing myndu njóta hagnaðar af eignarhlut FIH í Axcel III sjóðnum. Sá sjóður hefur hagnast um hátt í 300 milljarða kr. á sölu á hlutum í Pandóru í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Skráningargengið við upphaf markaðarins var 210 dkr. á hlut en gengið endaði 20% hærra í lok dagsins. FIH bankinn átti 10% í Axcel sem aftur átti 60% í Pandóru. Bara í dag seldi Axcel hluti fyrir 10 milljarða danskra kr. sem þýðir að 600 milljónir danskra kr. runnu beint til FIH og þaðan til Seðlabankans og Kaupþings. "Við eigum erfitt með að hætta að brosa," segir Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH. "Okkur sýnist sem milljarður hafi bæst ofan á söluverð FIH." Axcel hefur langt í frá selt alla hluti sína í Pandóru en fram kemur í börsen að ef gengið haldist í núvernandi stöðu næstu daga mun aukagreiðslan til Seðlabankans og Kaupþings nema einum milljarði danskra kr.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent