Nýtt olíuævintýri mögulega í uppsiglingu í Danmörku 27. júlí 2010 11:21 Norska olíufélagið Noreco er tilbúið að eyða um 100 milljörðum kr. í að rannsaka nýtt mögulegt olíuvinnslusvæði í Norðursjó skammt undan ströndum Vestur-Jótlands. Finnist olía á þessu svæði í því magni sem Noreco telur þar vera yrðu það kærkomnar fréttir fyrir Dani.Fjallað er ítarlega um málið í Ekstra Bladet en þar kemur fram að hingað til hafi ekki fundist olía í vinnanlegu magni á þessu svæði. Það er hinsvegar stórt eða yfir 5.000 ferkílómetrar og Norðmennirnir eru jákvæðir. Þeir telja að þarna séu allt að 900 milljónir tunna af olíu undir hafsbotninum.Rætt er við jarðfræðinginn Flemming Ole Rasmussen hjá danska umhverfisráðuneytinu sem segir að samkvæmt rannsóknum þeirra sé olíu og gas að finna á svæðinu en að ekki hafi enn fundist nægilega stórar olíulindir til að borgi sig að vinna þær. Mat Dana á magninu af olíu á þessu svæði liggur á milli 250 til 900 milljón tunna. Til samanburðar nema þekktar birgðir af óunnri olíu á umráðasvæði Dana í Norðursjó í kringum 200 milljónum tunna.Sören Poulsen þróunarsjóri Noreco segir að sérfræðingar þeirra hafi farið í gegnum þau gögn sem liggja fyrir um svæðið og telja að samkvæmt þeim sé hægt að vinna allt að 900 milljónir tunna af olíu á því. Noreco er nú að undirbúa fyrstu tilraunboranir sínar og gefi þær góða raun er félagið tilbúið til að fjárfesta fyrir 5 milljarða danskra kr. eða yfir 100 miljarða kr. í frekari leit og vinnslu á svæðinu.Ef þetta gengur allt eftir geta dönsk stjórnvöld andað léttar. Það liggur nefnilega fyrir að sökum þverrandi olíu á þeirra svæði í Norðursjó muni tekjur danska ríkisins af olíuvinnslunni þar minnka frá núverandi 23 milljörðum danskra króna og niður í 16 milljarða árið 2013. Þessum tekjumissi verður að óbreyttu að mæta með skattahækkunum á almenning eða frekari niðurskurði á fjárlögum danska ríkisins. Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Norska olíufélagið Noreco er tilbúið að eyða um 100 milljörðum kr. í að rannsaka nýtt mögulegt olíuvinnslusvæði í Norðursjó skammt undan ströndum Vestur-Jótlands. Finnist olía á þessu svæði í því magni sem Noreco telur þar vera yrðu það kærkomnar fréttir fyrir Dani.Fjallað er ítarlega um málið í Ekstra Bladet en þar kemur fram að hingað til hafi ekki fundist olía í vinnanlegu magni á þessu svæði. Það er hinsvegar stórt eða yfir 5.000 ferkílómetrar og Norðmennirnir eru jákvæðir. Þeir telja að þarna séu allt að 900 milljónir tunna af olíu undir hafsbotninum.Rætt er við jarðfræðinginn Flemming Ole Rasmussen hjá danska umhverfisráðuneytinu sem segir að samkvæmt rannsóknum þeirra sé olíu og gas að finna á svæðinu en að ekki hafi enn fundist nægilega stórar olíulindir til að borgi sig að vinna þær. Mat Dana á magninu af olíu á þessu svæði liggur á milli 250 til 900 milljón tunna. Til samanburðar nema þekktar birgðir af óunnri olíu á umráðasvæði Dana í Norðursjó í kringum 200 milljónum tunna.Sören Poulsen þróunarsjóri Noreco segir að sérfræðingar þeirra hafi farið í gegnum þau gögn sem liggja fyrir um svæðið og telja að samkvæmt þeim sé hægt að vinna allt að 900 milljónir tunna af olíu á því. Noreco er nú að undirbúa fyrstu tilraunboranir sínar og gefi þær góða raun er félagið tilbúið til að fjárfesta fyrir 5 milljarða danskra kr. eða yfir 100 miljarða kr. í frekari leit og vinnslu á svæðinu.Ef þetta gengur allt eftir geta dönsk stjórnvöld andað léttar. Það liggur nefnilega fyrir að sökum þverrandi olíu á þeirra svæði í Norðursjó muni tekjur danska ríkisins af olíuvinnslunni þar minnka frá núverandi 23 milljörðum danskra króna og niður í 16 milljarða árið 2013. Þessum tekjumissi verður að óbreyttu að mæta með skattahækkunum á almenning eða frekari niðurskurði á fjárlögum danska ríkisins.
Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira