Barnaverndarnefnd og Besti flokkurinn 22. október 2010 06:00 Nýlega var skipað í nýja nefnd barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Til að gera sér grein fyrir hinu veigamikla hlutverki barnaverndarnefndar ætla ég að fara nokkrum orðum um það hér. Meðal verkefna nefndarinnar er að beita þeim úrræðum sem koma fram í barnaverndarlögunum til verndar börnum sem best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð þeirra. Eitt af þessum úrræðum er úrskurðarvald nefndarinnar til að beita þvingunarráðstöfunum. Þvingunarráðstafanirnar lýsa sér til dæmis í töku barns af heimili án samþykkis foreldra og einnig getur nefndin krafist þess fyrir dómi að foreldrar séu sviptir forsjá barns. Barnaverndarmál eru í eðli sínu afar viðkvæm og barnaverndarlöggjöfin hefur þá sérstöðu að hún felur í sér vald til handa barnaverndarnefndum að skerða friðhelgi fjölskyldunnar, en þessi friðhelgi er meðal grundvallarmannréttinda okkar samkvæmt stjórnarskránni. Í friðhelginni felst réttur fjölskyldunnar til að vera saman, að foreldrar fái að búa saman og fara með forsjá og annast uppeldi barna sinna án utanaðkomandi afskipta. Verkefni barnaverndarnefndanna geta verið þung, flókin og vandmeðfarin, þar sem fengist er við viðkvæma þætti í lífi fjölskyldna. Þar af leiðandi skiptir það sköpum að nefndirnar hafi yfir að ráða mjög hæfu starfsfólki sem hefur góða félags- og sálfræðiþekkingu og þar að auki góða yfirsýn, kunnáttu og reynslu á lagasviðinu er varðar barnaverndarmál sérstaklega til að geta sinnt hlutverki sínu á fullnægjandi hátt. Af framansögðu er ljóst að barnaverndarnefndir eru í eðli sínu dómstóll sem getur kveðið upp úrskurði sem geta haft afdrifarík áhrif og afleiðingar á fjölskyldur. Að öllu þessu sögðu var undirritaðri vægast sagt brugðið þegar Besti flokkurinn skipaði nýjan formann barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Formaðurinn er nýútskrifaður lögfræðingur, útskrifaðist úr lagadeild HR í vor, með enga reynslu af vinnslu barnaverndarmála. Til samanburðar má geta þess að formenn barnaverndarnefndar Kópavogs og Hafnarfjarðar eru lögfræðimenntaðir með áralanga reynslu af barnaverndarmálum og setum í nefndum og ráðum. Það verður að segjast eins og er að það að gera engar kröfur til svo mikilvægs starfs sem formaður barnaverndar Reykjavíkur er, er með öllu óábyrgt og vanhugsað af Besta flokknum og vanvirðing við barnafjölskyldur í Reykjavík, starfsfólk barnaverndar og málaflokkinn í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nýlega var skipað í nýja nefnd barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Til að gera sér grein fyrir hinu veigamikla hlutverki barnaverndarnefndar ætla ég að fara nokkrum orðum um það hér. Meðal verkefna nefndarinnar er að beita þeim úrræðum sem koma fram í barnaverndarlögunum til verndar börnum sem best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð þeirra. Eitt af þessum úrræðum er úrskurðarvald nefndarinnar til að beita þvingunarráðstöfunum. Þvingunarráðstafanirnar lýsa sér til dæmis í töku barns af heimili án samþykkis foreldra og einnig getur nefndin krafist þess fyrir dómi að foreldrar séu sviptir forsjá barns. Barnaverndarmál eru í eðli sínu afar viðkvæm og barnaverndarlöggjöfin hefur þá sérstöðu að hún felur í sér vald til handa barnaverndarnefndum að skerða friðhelgi fjölskyldunnar, en þessi friðhelgi er meðal grundvallarmannréttinda okkar samkvæmt stjórnarskránni. Í friðhelginni felst réttur fjölskyldunnar til að vera saman, að foreldrar fái að búa saman og fara með forsjá og annast uppeldi barna sinna án utanaðkomandi afskipta. Verkefni barnaverndarnefndanna geta verið þung, flókin og vandmeðfarin, þar sem fengist er við viðkvæma þætti í lífi fjölskyldna. Þar af leiðandi skiptir það sköpum að nefndirnar hafi yfir að ráða mjög hæfu starfsfólki sem hefur góða félags- og sálfræðiþekkingu og þar að auki góða yfirsýn, kunnáttu og reynslu á lagasviðinu er varðar barnaverndarmál sérstaklega til að geta sinnt hlutverki sínu á fullnægjandi hátt. Af framansögðu er ljóst að barnaverndarnefndir eru í eðli sínu dómstóll sem getur kveðið upp úrskurði sem geta haft afdrifarík áhrif og afleiðingar á fjölskyldur. Að öllu þessu sögðu var undirritaðri vægast sagt brugðið þegar Besti flokkurinn skipaði nýjan formann barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Formaðurinn er nýútskrifaður lögfræðingur, útskrifaðist úr lagadeild HR í vor, með enga reynslu af vinnslu barnaverndarmála. Til samanburðar má geta þess að formenn barnaverndarnefndar Kópavogs og Hafnarfjarðar eru lögfræðimenntaðir með áralanga reynslu af barnaverndarmálum og setum í nefndum og ráðum. Það verður að segjast eins og er að það að gera engar kröfur til svo mikilvægs starfs sem formaður barnaverndar Reykjavíkur er, er með öllu óábyrgt og vanhugsað af Besta flokknum og vanvirðing við barnafjölskyldur í Reykjavík, starfsfólk barnaverndar og málaflokkinn í heild sinni.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun