Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að bankagenginu, með tölvuþrjóta sér til aðstoðar, hafi tekist að stela 6 milljónum punda eða rúmlega 1.100 milljónum kr. úr 2.100 harðbönkum í 280 bæjum með því að nota fölsk bankakort.
Genginu tókst að brjóta sér leið að bankakóðum og á þann hátt fá aðgang að kerfi sem sér um penignaflutninga milli ólíkra reikninga.
Þetta er í fyrsta sinn sem rússneska lögregluyfirvöld vinna með vestrænum að lausn glæpa sem þessa.
Upphaf málsins má rekja til Bandaríkjanna en fyrrgreindar úttektir áttu sér stað í harðbönkum RSB þar í landi. Í ríkinu Georgiu er búið að ákæra meinta höfuðpaura gengisins en þeir eru Rússi, Eistlendingur og Moldóvi. Rússinn var handtekinn í Pétursborg en ekki er vitað með vissu um tengsl hans við upplýsingaþjófa þar í landi.
Financial Times skrifar um málið og segir að samvinna FBI og FSB í þessu máli lofi góðu en oft hefur verið litið á Rússland sem friðarhöfn fyrir tölvuþrjóta. Þar hafa einstaklingar og hópar sem stunda þessa iðju oft notið friðhelgi yfirvalda þar sem þeir vinna oft og tíðum fyrir ráðamenn í Kreml.