Telur matsfyrirtæki kynda undir skuldavanda 4. maí 2010 00:01 Í gær voru það sorphirðufólk og borgarstarfsmenn í Aþenu sem mótmæltu launalækkunum og niðurskurði grísku stjórnarinnar. fréttablaðið/AP Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir matsfyrirtæki fjármálaheimsins kynda undir skuldavanda Grikkja og ætlar að láta franska eftirlitið fylgjast grannt með þeim. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde sagði hún að lækkun Standard & Poor's á lánshæfismati gríska ríkisins fimmtán mínútum fyrir lokun markaða jafngildi hvatningu til afbrota, því með þessu eru allir sem eiga grísk ríkisskuldabréf hvattir til að losa sig við þau án umhugsunar áður en markaðir loka. Í útvarpsviðtali sagði hún nauðsynlegt að setja matsfyrirtækjunum strangar reglur til að koma í veg fyrir að þau valdi ríkjum skaða með skyndiákvörðunum. Hún varði hins vegar 110 milljarða evra fjárhagsaðstoð til Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyris-sjóðurinn og fimmtán Evrópuríki komu sér saman um á sunnudag. Sú fjárhæð jafngildir nærri 19.000 milljörðum íslenskra króna. Að undanskildum AGS greiða Þjóðverjar stærsta hluta aðstoðarinnar, eða rúmlega 22 milljarða evra. Þýska stjórnin á erfitt með að sannfæra almenning í Þýskalandi um nauðsyn þessa, en á móti þarf gríska stjórnin að kljást við almenning heima fyrir um sársaukafullan niðurskurð á fjárlögum. - gb Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir matsfyrirtæki fjármálaheimsins kynda undir skuldavanda Grikkja og ætlar að láta franska eftirlitið fylgjast grannt með þeim. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde sagði hún að lækkun Standard & Poor's á lánshæfismati gríska ríkisins fimmtán mínútum fyrir lokun markaða jafngildi hvatningu til afbrota, því með þessu eru allir sem eiga grísk ríkisskuldabréf hvattir til að losa sig við þau án umhugsunar áður en markaðir loka. Í útvarpsviðtali sagði hún nauðsynlegt að setja matsfyrirtækjunum strangar reglur til að koma í veg fyrir að þau valdi ríkjum skaða með skyndiákvörðunum. Hún varði hins vegar 110 milljarða evra fjárhagsaðstoð til Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyris-sjóðurinn og fimmtán Evrópuríki komu sér saman um á sunnudag. Sú fjárhæð jafngildir nærri 19.000 milljörðum íslenskra króna. Að undanskildum AGS greiða Þjóðverjar stærsta hluta aðstoðarinnar, eða rúmlega 22 milljarða evra. Þýska stjórnin á erfitt með að sannfæra almenning í Þýskalandi um nauðsyn þessa, en á móti þarf gríska stjórnin að kljást við almenning heima fyrir um sársaukafullan niðurskurð á fjárlögum. - gb
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira