Bilderberg klúbburinn ræðir um framtíð evrunnar 4. júní 2010 08:41 Hinn árlegi fundur Bilderberg klúbbsins verður haldinn í Barcelóna á Spáni um helgina. Þar mun meðal annars verða rætt um framtíð evrunnar sem stendur á brauðfótum í þeirri skuldakreppu sem ríkir meðal þjóðanna í suðurhluta Evrópu. Í frétt um málið í Guardian segir að ýmsir hópar mótmælenda séu að koma sér fyrir í Barcelóna til að fylgjast með fundinum og jafnvel trufla hann ef tækifæri gefst til. Daniel Estulin einn þeirra sem fylgist náið með Bilderberg klúbbnum segir í samtali við Guardian að hann hafi komist yfir dagskrá fundarins. Samkvæmt henni hafa meðlimir klúbbsins verulegar áhyggjur af stöðu evrunnar og mikilli veikingu hennar frá síðustu áramótum. Eru Bilderbergarar taugaóstyrkir yfir því að þetta gæti leitt til frekari kreppu og pólitísk óróa innan evrusvæðisins. Bilderberg klúbburinn var stofnaður af pólska útlaganum Joseph Retinger árið 1954 og var klúbbnum ætlað að vera brjóstvörn gegn útbreiðslu kommúnismans. Meðal þess sem talið er að Bilderberg hafi komið til leiðar er samvinna Frakklands og Þýskalands, innganga Þýskalands í Nato og Maastricht samningurinn. Þetta hafi allt verið ákveðið í einkaviðræðum Bilderberg manna í koníaksstofum víða um Evrópu. Gestlistinn að þessu sinni telur m.a. Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, David Rockefeller fyrrum forstjóra Chase Manhattan bankans og Paul Wolfowitz fyrrum bankastjóra Alþjóðabankans. Listinn telur að mestu miðaldra eða eldri hvíta karla. Ekki er vitað til að neinn Íslendingur sæki fundinn að þessu sinni en meðal þeirra sem áður hafa verið á gestalistanum má nefna Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Geir Hallgrímsson, allt fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinn árlegi fundur Bilderberg klúbbsins verður haldinn í Barcelóna á Spáni um helgina. Þar mun meðal annars verða rætt um framtíð evrunnar sem stendur á brauðfótum í þeirri skuldakreppu sem ríkir meðal þjóðanna í suðurhluta Evrópu. Í frétt um málið í Guardian segir að ýmsir hópar mótmælenda séu að koma sér fyrir í Barcelóna til að fylgjast með fundinum og jafnvel trufla hann ef tækifæri gefst til. Daniel Estulin einn þeirra sem fylgist náið með Bilderberg klúbbnum segir í samtali við Guardian að hann hafi komist yfir dagskrá fundarins. Samkvæmt henni hafa meðlimir klúbbsins verulegar áhyggjur af stöðu evrunnar og mikilli veikingu hennar frá síðustu áramótum. Eru Bilderbergarar taugaóstyrkir yfir því að þetta gæti leitt til frekari kreppu og pólitísk óróa innan evrusvæðisins. Bilderberg klúbburinn var stofnaður af pólska útlaganum Joseph Retinger árið 1954 og var klúbbnum ætlað að vera brjóstvörn gegn útbreiðslu kommúnismans. Meðal þess sem talið er að Bilderberg hafi komið til leiðar er samvinna Frakklands og Þýskalands, innganga Þýskalands í Nato og Maastricht samningurinn. Þetta hafi allt verið ákveðið í einkaviðræðum Bilderberg manna í koníaksstofum víða um Evrópu. Gestlistinn að þessu sinni telur m.a. Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, David Rockefeller fyrrum forstjóra Chase Manhattan bankans og Paul Wolfowitz fyrrum bankastjóra Alþjóðabankans. Listinn telur að mestu miðaldra eða eldri hvíta karla. Ekki er vitað til að neinn Íslendingur sæki fundinn að þessu sinni en meðal þeirra sem áður hafa verið á gestalistanum má nefna Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Geir Hallgrímsson, allt fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira