Í frétt um málið í Financial Times segir að þetta sé tvöföld sú upphæð sem ECB lánaði spænsku bönkunum í kjölfar gjaldþrots Lehman Brothers haustið 2008. Um er að ræða 16,5% af nettólánunum sem evrusvæðislöndunum stóðu til boða hjá ECB í síðasta mánuði.
Financial Times hefur eftir sérfræðingum hjá Royal Bank of Scotland að fyrrgreint hlutfall sé óeðlilega hátt þar sem spænska bankakerfið er aðeins 11% af heildarbankakerfi evrusvæðisins. Lántökurnar í maí koma í kjölfar lántaka spænskra banka hjá ECB upp á 74,6 milljarða evra í aprílmánuði.
Fram kemur í fréttinni að þessar gríðarlegu háu lántökur spænskra banka endurspegli vel þá miklu spennu sem nú er í spænska hagkerfinu. Ennfremur þýði þetta að almennir fjármálamarkaðir eru nú að lokast fyrir spænsku bankanna og því þurfa þeir í síauknum mæli að leita á náðir ECB eftir fjármagni.