Fjárfestagoðsögn: Evran deyr og tvær bólur bresta 17. mars 2010 14:03 Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.Þetta kom fram í máli Jim Rogers í viðtali á fréttastöðinni CNBC. Rogers segir að til hafi verið mörg myntsambönd í veraldarsögunni. Þau hafi ekki lifað af og það sama eigi við um evruna.„Ef evrulöndin hlaupa til og bjarga Grikklandi mun það veikja stoðirnar undir evrunni," segir Rogers. „Ég myndi velja að láta Grikkland verða gjaldþrota og sýna þannig öllum að evran er mynt sem taka beri alvarlega."Rogers segir að breska pundið sé undir vaxandi þrýstingi vegna fjárlaga- og viðskiptahalla Bretlands. Tvær af mikilvægustu eignum Breta, Norðursjávarolían og fjármálamiðstöðin í London muni hafa minni þýðingu fyrir landið í framtíðinni. Samhliða þessu neitar Rogers að hann hafi tekið stöðu gegn pundinu.„Það eru tvær bólur í gangi í heiminum núna, önnur er skuldabréfabóla og hin bólar liggur í þéttbýlum svæðum í Kína," segir Rogers sem jafnframt lætur þess getið að hann hafi ekki fjárfest í hlutabréfum síðan 2008. Í staðinn setji hann sitt fé í hrávörur.Rogers er m.a.þekktur fyrir að hafa smíðað Rogers International Commodity Index, þekkt sem RICI vísitalan. Sú vístala mælir breytingar á hrávöruverði í heiminum og samanstendur af þróun á verðlagi 35 hrávara á 11 mismunandi hrávörumörkuðum.Rogers er fyrrum viðskiptafélagi ofurfjárfestirins George Soros en saman stofnuðu þeir fjárfestingasjóðinn Quantum Fund á áttunda áratugnum. Á árunum upp úr 1990 sköpuðu þeir félagar oft mikið öngþveiti á gjaldmiðlamörkuðum heimsins með mjög umdeildri fjárfestingastefnu sinni.Þeir urðu síðan heimsfrægir báðir tveir árið 1992 þegar þeir snýttu Englandsbanka um einn milljarð punda með því að taka risavaxna stöðu gegn pundinu. Þetta leiddi til þess að Bretland varð að segja sig úr ERM, evrópska myntsamstarfinu. Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.Þetta kom fram í máli Jim Rogers í viðtali á fréttastöðinni CNBC. Rogers segir að til hafi verið mörg myntsambönd í veraldarsögunni. Þau hafi ekki lifað af og það sama eigi við um evruna.„Ef evrulöndin hlaupa til og bjarga Grikklandi mun það veikja stoðirnar undir evrunni," segir Rogers. „Ég myndi velja að láta Grikkland verða gjaldþrota og sýna þannig öllum að evran er mynt sem taka beri alvarlega."Rogers segir að breska pundið sé undir vaxandi þrýstingi vegna fjárlaga- og viðskiptahalla Bretlands. Tvær af mikilvægustu eignum Breta, Norðursjávarolían og fjármálamiðstöðin í London muni hafa minni þýðingu fyrir landið í framtíðinni. Samhliða þessu neitar Rogers að hann hafi tekið stöðu gegn pundinu.„Það eru tvær bólur í gangi í heiminum núna, önnur er skuldabréfabóla og hin bólar liggur í þéttbýlum svæðum í Kína," segir Rogers sem jafnframt lætur þess getið að hann hafi ekki fjárfest í hlutabréfum síðan 2008. Í staðinn setji hann sitt fé í hrávörur.Rogers er m.a.þekktur fyrir að hafa smíðað Rogers International Commodity Index, þekkt sem RICI vísitalan. Sú vístala mælir breytingar á hrávöruverði í heiminum og samanstendur af þróun á verðlagi 35 hrávara á 11 mismunandi hrávörumörkuðum.Rogers er fyrrum viðskiptafélagi ofurfjárfestirins George Soros en saman stofnuðu þeir fjárfestingasjóðinn Quantum Fund á áttunda áratugnum. Á árunum upp úr 1990 sköpuðu þeir félagar oft mikið öngþveiti á gjaldmiðlamörkuðum heimsins með mjög umdeildri fjárfestingastefnu sinni.Þeir urðu síðan heimsfrægir báðir tveir árið 1992 þegar þeir snýttu Englandsbanka um einn milljarð punda með því að taka risavaxna stöðu gegn pundinu. Þetta leiddi til þess að Bretland varð að segja sig úr ERM, evrópska myntsamstarfinu.
Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira