Samuel Eto'o segist sakna Barcelona en hann er jafnframt á því að ætla sér að vinna titla með Inter á Ítalíu. Eto'o og félagar í Inter eru á toppnum heima fyrir og mæta Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Samuel Eto'o fór yfir til Inter í skiptum fyrir Svíann Zlatan Ibrahimovic. Eto'o hefur skorað 9 mörk í 26 leikjum með Inter í öllum keppnum það sem af er tímabilinu en var með 36 mörk í 52 leikjum á síðasta tímabili sínu með Börsungum.
„Það var erfitt að yfirgefa Spán eftir þrettán ár og ég sakna lífsins á Spáni," sagði Samuel Eto'o í viðtali við
World Soccer.
„Þrátt fyrir þessa erfiðleika þá er ég að reyna að aðlagast lífinu í Mílanó. Mitt markmið er vinna jafnmarga titla með Inter og ég gerði með Barcelona," sagði Samuel Eto'o sem vann Meistaradeildina meðal annars tisvar með Barcelona, 2006 og 2009.
Samuel Eto'o vann alls sex stóra titla með Barcelona en hann varð þrisvar spænskur meistari og einu sinni spænskur bikarmeistari með liðinu.
Samuel Eto'o: Sakna Barcelona en ætla að vinna titla með Inter
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn