Goldman Sachs segir Pandóru yfir 1.100 milljarða virði 15. nóvember 2010 13:45 Bandaríski stórbankinn Goldman Sachs segir markaðsvirði danska skartgripaframleiðandans Pandóru nema 56 milljörðum danskra kr. eða rúmlega 1.100 milljarða kr. Bankinn mælir með kaupum á hlutabréfum í Pandóru. Eins og komið hefur fram var Pandóra í meirihlutaeigu Axcel sjóðsins áður en fyrirtækið var skráð á markað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. FIH bankinn átti hlut í Axcel og hagnaðist verulega á skráningunni. Sá árangur leiddi aftur til þess að skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn fengu um 20 milljarða kr. aukalega út úr sölunni á FIH í haust. Raunar var haft eftir bankastjóra FIH daginn sem Pandóra var skráð að starfsmenn bankans hafi brosað allan daginn. Goldman Sachs metur hluti í Pandóru á 430 danskar kr. stykkið en sem stendur er gengi hlutanna í kauphöllinni rúmlega 322 danskar kr. Hefur gengið hækkað um 48% frá skráningunni. Fram kemur í frétt um málið á business.dk að sé þetta verðmat Goldman Sachs nærri lagi sé Pandóra verðmætari en Norden, Danisco og William Demant samanlagt. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríski stórbankinn Goldman Sachs segir markaðsvirði danska skartgripaframleiðandans Pandóru nema 56 milljörðum danskra kr. eða rúmlega 1.100 milljarða kr. Bankinn mælir með kaupum á hlutabréfum í Pandóru. Eins og komið hefur fram var Pandóra í meirihlutaeigu Axcel sjóðsins áður en fyrirtækið var skráð á markað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. FIH bankinn átti hlut í Axcel og hagnaðist verulega á skráningunni. Sá árangur leiddi aftur til þess að skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn fengu um 20 milljarða kr. aukalega út úr sölunni á FIH í haust. Raunar var haft eftir bankastjóra FIH daginn sem Pandóra var skráð að starfsmenn bankans hafi brosað allan daginn. Goldman Sachs metur hluti í Pandóru á 430 danskar kr. stykkið en sem stendur er gengi hlutanna í kauphöllinni rúmlega 322 danskar kr. Hefur gengið hækkað um 48% frá skráningunni. Fram kemur í frétt um málið á business.dk að sé þetta verðmat Goldman Sachs nærri lagi sé Pandóra verðmætari en Norden, Danisco og William Demant samanlagt.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira