James Bond líklega að skipta um eiganda 13. október 2010 13:11 Kvikmyndaverið Lions Gate hefur lagt fram tilboð í MGM en þess hefur lengi verið vænst að þessi tvö stærstu kvikmyndaver í Hollywood myndu sameinast. MGM á nú í miklum fjárhagserfiðleikum og rambar á barmi gjaldþrots. Sökum fjárhagserfiðleika sinna hefur MGM þurft að fresta tökum á nýrri mynd um James Bond en myndirnar um þennan njósnari í þjónustu Bretadrottningar hafa löngum verið ein helsta gullkú MGM. Fari svo að Lions Gate og MGM sameinist mun James Bond skipta um eiganda. Lions Gate hefur undanfarið framleitt myndir á borð við The Expendables og Kick-Ass og hefur lengi rennt hýru auga til MGM en það síðarnefnda á höfundarétt á flestum myndum af öllum kvikmyndaverum í Hollywood. Það hefur flækt málin hingað til að ofurfjárfestirinn Carl Icahn hefur lengi reynt að yfirtaka Lions Gate. Þeim tilraunum hefur stjórn kvikmyndaversins tekist að koma fyrir kattarnef hingað til. Icahn mun hinsvegar vera samþykkur því að Lions Gate og MGM sameinist enda myndi hann þá eiga 21% í hinu sameinaða kvikmyndaveri. Kröfuhafar MGM myndu hinsvegar eignast 55%. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kvikmyndaverið Lions Gate hefur lagt fram tilboð í MGM en þess hefur lengi verið vænst að þessi tvö stærstu kvikmyndaver í Hollywood myndu sameinast. MGM á nú í miklum fjárhagserfiðleikum og rambar á barmi gjaldþrots. Sökum fjárhagserfiðleika sinna hefur MGM þurft að fresta tökum á nýrri mynd um James Bond en myndirnar um þennan njósnari í þjónustu Bretadrottningar hafa löngum verið ein helsta gullkú MGM. Fari svo að Lions Gate og MGM sameinist mun James Bond skipta um eiganda. Lions Gate hefur undanfarið framleitt myndir á borð við The Expendables og Kick-Ass og hefur lengi rennt hýru auga til MGM en það síðarnefnda á höfundarétt á flestum myndum af öllum kvikmyndaverum í Hollywood. Það hefur flækt málin hingað til að ofurfjárfestirinn Carl Icahn hefur lengi reynt að yfirtaka Lions Gate. Þeim tilraunum hefur stjórn kvikmyndaversins tekist að koma fyrir kattarnef hingað til. Icahn mun hinsvegar vera samþykkur því að Lions Gate og MGM sameinist enda myndi hann þá eiga 21% í hinu sameinaða kvikmyndaveri. Kröfuhafar MGM myndu hinsvegar eignast 55%.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent