Ný skoðanakönnun bendir til þess að sósíalistaflokkurinn í Grikklandi, sem fer með völd í landinu, nýtur meiri stuðnings en íhaldsflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu.
George Papandreou, forsætisráðherra landsins, segir í samtali við tímaritið Time að versti hluti kreppunnar í Grikklandi sé yfirstaðinn. Það sé hins vegar mikil vinna sem bíði. „Ég tel að það versta í kreppunni sé yfirstaðið. Kreppan hefur náð botni," segir hann í blaðinu sem kemur út í næstu viku.
Ríkisstjórnin hefur þurft að skera niður laun í opinbera geiranum og hækka skattana til að takast á við fjárlagahallann. Evrulöndin þrýsta hins vegar á ríkisstjórnina að gera enn meira, segir Ritzau fréttastofan.
Papandreou nýtur vinsælda þrátt fyrir kreppu
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent



Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent


Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent


Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent