Háðsádeila eða einelti? 29. október 2010 05:00 Það felst í því mikil ábyrgð að gegna starfi blaðamanns. Skrifa þarf fréttir þar sem staðreyndir eru raktar og gæta þarf þess að öll sjónarmið komist til skila. Það vald sem blaðamönnum er gefið er því mikið og er oft kallað fjórða valdið. Ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þingsályktun sem sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni lögðu fram hefur að mínu mati ekki verið gætt þeirra sjónarmiða sem vönduð blaðamennska kennir sig við. Þannig hafa sterkar Evrópuáherslur blaðsins skinið í gegn þegar fjallað hefur verið um tillöguna og um leið reynt að gera eins lítið úr henni og hugsast getur. Tillagan er nefnilega allra góðra gjalda verð þegar hún er skoðuð nánar. Lagt er til að kosið verði jafnhliða kosningum á stjórnlagaþing um það hvort halda eigi aðlögunarferlinu við Evrópusambandið áfram. Um er að ræða sáttaleið og þjóðinni gefinn kostur á að segja álit sitt á einhverju umdeildasta máli þjóðarinnar. Einnig felst í tillögunni hagræðing þar sem mikill sparnaður er fólginn í því að kjósa um leið og þjóðin kýs sér einstaklinga á stjórnlagaþing. Fréttablaðið hefur í umfjöllun sinni um ályktunina kosið að draga fram alla þá galla sem á henni finnast. Reyndar eru þeir ekki margir en blaðið fjallaði ítarlega um það nokkra dag í röð að flutningsmönnum yfirsást að þrír mánuðir þurfa að líða frá því að ályktunin er samþykkt og þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan getur farið fram. Mistök sem fyrsti flutningsmaður tillögunnar viðurkennir fúslega að hafi átt sér stað og hefur þegar bætt úr. Í dálki sem ber heitið „Frá degi til dags" á leiðarasíðu Fréttablaðsins gefst blaðamönnum tækifæri til að skrifa stuttar háðsádeilur og gera grín að fólki með mislagðar hendur. Yfirleitt tekst þeim blaðamönnum vel upp sem þar skrifa, en ekki alltaf. Það er nefnilega hárfín lína á milli háðs og eineltis. Það sem einum finnst fyndið getur sært aðra. Umfjöllun blaðsins að undanförnu um þau mistök sem gerð voru hefur að mínu mati verið meira í ætt við einelti en beitta háðsdeilu. Ég veit reyndar að þeir sem skrifin beinast að eru ekkert sérstaklega hörundsárir og standa umræðuna af sér en öllu má ofgera. Einnig að þeir sem skrifa í þennan dálk ætla sér sjálfsagt ekki að vega að nokkurri persónu. Í ágætum leiðara blaðsins sl. föstudag er vakin athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur tekið upp fyrri ósóma undangenginna ríkisstjórna þegar kemur að mannaráðningum. Þannig fái hin faglegu sjónarmið ekki að ráða þegar starfsmenn eru ráðnir í ráðuneytin. Ég og leiðarahöfundur erum sammála um að þessu þurfi að breyta en bendi um leið á að blaðamenn Fréttablaðsins þurfa ekki að taka upp ósóma fyrirrennara sinna, hvað þá höfunda „Staksteina" Morgunblaðsins þegar kemur að umfjöllun um einstök málefni. Um leið og gerð er krafa um vandaðri vinnubrögð hjá stjórnvöldum nær sú krafa einnig til fjölmiðla sem endurspegla það sem sagt er og gert inni á Alþingi. Þeim ber eins og öðrum að fara vel með það vald sem þeim er gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það felst í því mikil ábyrgð að gegna starfi blaðamanns. Skrifa þarf fréttir þar sem staðreyndir eru raktar og gæta þarf þess að öll sjónarmið komist til skila. Það vald sem blaðamönnum er gefið er því mikið og er oft kallað fjórða valdið. Ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þingsályktun sem sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni lögðu fram hefur að mínu mati ekki verið gætt þeirra sjónarmiða sem vönduð blaðamennska kennir sig við. Þannig hafa sterkar Evrópuáherslur blaðsins skinið í gegn þegar fjallað hefur verið um tillöguna og um leið reynt að gera eins lítið úr henni og hugsast getur. Tillagan er nefnilega allra góðra gjalda verð þegar hún er skoðuð nánar. Lagt er til að kosið verði jafnhliða kosningum á stjórnlagaþing um það hvort halda eigi aðlögunarferlinu við Evrópusambandið áfram. Um er að ræða sáttaleið og þjóðinni gefinn kostur á að segja álit sitt á einhverju umdeildasta máli þjóðarinnar. Einnig felst í tillögunni hagræðing þar sem mikill sparnaður er fólginn í því að kjósa um leið og þjóðin kýs sér einstaklinga á stjórnlagaþing. Fréttablaðið hefur í umfjöllun sinni um ályktunina kosið að draga fram alla þá galla sem á henni finnast. Reyndar eru þeir ekki margir en blaðið fjallaði ítarlega um það nokkra dag í röð að flutningsmönnum yfirsást að þrír mánuðir þurfa að líða frá því að ályktunin er samþykkt og þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan getur farið fram. Mistök sem fyrsti flutningsmaður tillögunnar viðurkennir fúslega að hafi átt sér stað og hefur þegar bætt úr. Í dálki sem ber heitið „Frá degi til dags" á leiðarasíðu Fréttablaðsins gefst blaðamönnum tækifæri til að skrifa stuttar háðsádeilur og gera grín að fólki með mislagðar hendur. Yfirleitt tekst þeim blaðamönnum vel upp sem þar skrifa, en ekki alltaf. Það er nefnilega hárfín lína á milli háðs og eineltis. Það sem einum finnst fyndið getur sært aðra. Umfjöllun blaðsins að undanförnu um þau mistök sem gerð voru hefur að mínu mati verið meira í ætt við einelti en beitta háðsdeilu. Ég veit reyndar að þeir sem skrifin beinast að eru ekkert sérstaklega hörundsárir og standa umræðuna af sér en öllu má ofgera. Einnig að þeir sem skrifa í þennan dálk ætla sér sjálfsagt ekki að vega að nokkurri persónu. Í ágætum leiðara blaðsins sl. föstudag er vakin athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur tekið upp fyrri ósóma undangenginna ríkisstjórna þegar kemur að mannaráðningum. Þannig fái hin faglegu sjónarmið ekki að ráða þegar starfsmenn eru ráðnir í ráðuneytin. Ég og leiðarahöfundur erum sammála um að þessu þurfi að breyta en bendi um leið á að blaðamenn Fréttablaðsins þurfa ekki að taka upp ósóma fyrirrennara sinna, hvað þá höfunda „Staksteina" Morgunblaðsins þegar kemur að umfjöllun um einstök málefni. Um leið og gerð er krafa um vandaðri vinnubrögð hjá stjórnvöldum nær sú krafa einnig til fjölmiðla sem endurspegla það sem sagt er og gert inni á Alþingi. Þeim ber eins og öðrum að fara vel með það vald sem þeim er gefið.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun