GlaxoSmithKline fær risasekt vegna sölu gallaðra lyfja 27. október 2010 12:50 Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim.Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti um sektina og skaðabæturnar á fundi í Boston í gærdag. Þar segir að sektin sé upp á 150 milljónir dollara og skaðabætur til neytenda nemi um 600 milljónum dollara. Þetta er mesta sekt sem lyfjafyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða í sögunni.Fram kemur í frétt um málið í New York Times að í heildina hafi GlaxoSmithKline framleitt 20 lyf þar sem fyllsta öryggis var ekki gætt. Lyf þessi voru framleidd í verksmiðju lyfjarisans í Puerto Rico sem vitað var að átti við mengunarvandamál að glíma í áravís.Cheryl D. Echard fyrrum gæðastjórnandi GlaxoSmithKline mun hafa aðvarað stjórn lyfjarisans oft og mörgum sinnum um vandamálin í Puerto Rico. Stjórnin ákvað að reka Echard í stað þess að taka aðvaranir hennar alvarlega.Meðal þeirra lyfja sem hér um ræðir er þunglyndislyfið Paxil, kremið Bactroban, sykursýkislyfið Avandia og hjartalyfið Coreg. Ekki er vitað um að nokkur hafi veikst vegna þessara lyfja og aukaverkanir er erfitt að greina.Lögmaður á vegum Bandaríkjastjórnar segir að rannsókninni á málefnum GlaxoSmithKline sé ekki lokið. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim.Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti um sektina og skaðabæturnar á fundi í Boston í gærdag. Þar segir að sektin sé upp á 150 milljónir dollara og skaðabætur til neytenda nemi um 600 milljónum dollara. Þetta er mesta sekt sem lyfjafyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða í sögunni.Fram kemur í frétt um málið í New York Times að í heildina hafi GlaxoSmithKline framleitt 20 lyf þar sem fyllsta öryggis var ekki gætt. Lyf þessi voru framleidd í verksmiðju lyfjarisans í Puerto Rico sem vitað var að átti við mengunarvandamál að glíma í áravís.Cheryl D. Echard fyrrum gæðastjórnandi GlaxoSmithKline mun hafa aðvarað stjórn lyfjarisans oft og mörgum sinnum um vandamálin í Puerto Rico. Stjórnin ákvað að reka Echard í stað þess að taka aðvaranir hennar alvarlega.Meðal þeirra lyfja sem hér um ræðir er þunglyndislyfið Paxil, kremið Bactroban, sykursýkislyfið Avandia og hjartalyfið Coreg. Ekki er vitað um að nokkur hafi veikst vegna þessara lyfja og aukaverkanir er erfitt að greina.Lögmaður á vegum Bandaríkjastjórnar segir að rannsókninni á málefnum GlaxoSmithKline sé ekki lokið.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira