Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Merrill Lynch og Capgemini um auð einstaklinga í heiminum. Næst á eftir Norðmönnum á Svíþjóð flesta dollaramilljónamæringa en 48.000 Svíar eru svo efnaðir. Í þriðja sæti er Danmörk með 36.000 dollaramilljarðamæringa og í fjórða sæti er Finnland með 22.400 slíka.
Ekki er getið um fjölda dollaramilljarðamæringa á Íslandi í fyrrgreindri skýrslu.