Hunter skoðar tilboð 1. desember 2010 10:00 Sir tom hunter Hefur fengið tilboð í skókeðju sína upp á sem svarar átján milljörðum króna. Skoski auðkýfingurinn Sir Tom Hunter er sagður íhuga tilboð í bresku skókeðjuna Office upp á 150 milljónir punda, jafnvirði um átján milljarða króna. Hunter keypti verslunina fyrir sjö árum fyrir sextán milljónir punda. Sir Tom Hunter var viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og keypti meðal annars hlut í bresku versluninni House of Fraser með Baugi í gegnum fjárfestingarfélag sitt West Coast Capital árið 2006. Á meðal helstu hluthafa með Hunter þar er skilanefnd Landsbankans, sem á nú um þrjátíu prósenta hlut sem Baugur átti áður. Í skoska dagblaðinu The Scotsman kemur fram að West Coast Capital hafi gengið ágætlega þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Félagið hagnaðist um 6,9 milljónir punda í fyrra eftir rúmlega 66 milljóna tap árið á undan. Hunter, sem ákvað fyrir meira en áratug að gefa einn milljarð punda til góðgerðarmála yfir ævina, varð af þeim sökum að gefa helmingi minna til góðgerðamála í fyrra, eða 5,9 milljónir punda. - jab Fréttir Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skoski auðkýfingurinn Sir Tom Hunter er sagður íhuga tilboð í bresku skókeðjuna Office upp á 150 milljónir punda, jafnvirði um átján milljarða króna. Hunter keypti verslunina fyrir sjö árum fyrir sextán milljónir punda. Sir Tom Hunter var viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og keypti meðal annars hlut í bresku versluninni House of Fraser með Baugi í gegnum fjárfestingarfélag sitt West Coast Capital árið 2006. Á meðal helstu hluthafa með Hunter þar er skilanefnd Landsbankans, sem á nú um þrjátíu prósenta hlut sem Baugur átti áður. Í skoska dagblaðinu The Scotsman kemur fram að West Coast Capital hafi gengið ágætlega þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Félagið hagnaðist um 6,9 milljónir punda í fyrra eftir rúmlega 66 milljóna tap árið á undan. Hunter, sem ákvað fyrir meira en áratug að gefa einn milljarð punda til góðgerðarmála yfir ævina, varð af þeim sökum að gefa helmingi minna til góðgerðamála í fyrra, eða 5,9 milljónir punda. - jab
Fréttir Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira