

Við lögðum til skýra leið
Það er því mjög miður að margt hefur verið afflutt af störfum og niðurstöðu nefndarinnar og mörgu ósönnu beinlínis haldið fram. Þetta er nauðsynlegt að leiðrétta.
1. Það er rangt að ekki hafi orðið mikil samstaða um tiltekna leið við fiskveiðistjórnun innan nefndarinnar. Nær allir nefndarmenn leggja til samningaleið og telja hana líklegri til árangurs og sátt en einhverjar útfærslur fyrningarleiðar.
2. Þetta eru markverðar breytingar frá núverandi fyrirkomulagi. Nú er kvóta úthlutað án tímatakmarkana. Tillögurnar gera ráð fyrir samningi um rétt til fiskveiða til langs tíma, með endurnýjunarrétti.
3. Með ósmekklegum hætti hafa nefndarmenn verið kallaðir sérhagsmunahópar. En gáum að. Það er sama hvernig menn horfa á þessi mál. Það er rangt að kalla svo fjölskipaða nefnd fólks með ólíkan bakgrunn, sérhagsmunaöfl. Fulltrúar stjórnmálaflokkana, hafa sótt umboð sitt til þjóðarinnar í kosningum. Þeir hagsmunaaðilar sem í nefndinni sátu horfa bersýnilega á málin frá mismunandi sjónarhólum. Þeirra hagsmunir eru ólíkir á margan hátt, eins og við blasir. En eitt sameinar þá þó. Viljinn til þess að skapa hagfellda og réttláta löggjöf um sjávarútveginn. Það á við um svo ólíka hópa sem landverkafólk og fiskverkendur, sjómenn og útvegsmenn og fulltrúar ólíkra pólitískra sjónarmiða. Þessir aðilar komust að sameiginlegri niðurstöðu. Sameiginlega eru þeir fulltrúar svo breiðra og ólíkra hagsmuna.
4. Það er á vissan hátt hrollvekjandi að heyra það sjónarmið reifað, að með nefndarvinnunni sé samráðinu lokið. Var nefndarstarfið þá bara upp á punt? Átti aldrei að taka neitt mark á því þegar fulltrúar nær allra starfshópa innan sjávarútvegsins og fulltrúar allra stjórnmálaflokka nema einsleggja til að tiltekin leið verði farin við fiskveiðistjórnun?
5. Þá hefur því einnig verið haldið fram að samningaleiðin sem við leggjum til í endurskoðunarnefndinni sé óútfærð. Það er rangt. Tillagan er ágætlega útfærð og byggir m.a. á ítarlegri athugun, Karls Axelssonar, hæstaréttarlögmanns og Lúðvíks Bergvinssonar, héraðsdómslögmanns og fyrrum alþingismanns, en báðir er gjörkunnugir lagaumhverfi því er lýtur að auðlindanýtingu í landinu.
Niðurstaðan var hins vegar fundin í nefndinni sjálfri. Hún var afrakstur mikillar faglegrar vinnu, hún byggir á gögnum sem nefndarmenn rýndu og hún spratt út úr þeirri umræðu sem fóru fram á fjölmörgum fundum, á löngum tíma. Það var því ekki hrapað að þessari niðurstöðu. Hún var ekki pöntuð utan úr bæ, heldur niðurstaða okkar, sem komum að málinu úr svo gjörólíkum áttum.
6. Sjávarútvegurinn hefur kallað eftir samræmi við gjaldtöku vegna nýtingar á sjávarauðlindinni og öðrum auðlindum. Nýlega hafa margir, ekki síst fulltrúar Samfylkingar lokið lofsorði á þær hugmyndir sem uppi eru um fyrirkomulag nýtingarréttar á orkuauðlindum okkar. Samningaleiðin sem við leggjum til í sjávarútvegi er í samræmi við þær hugmyndir.
7. Það er misskilningur að nefndinni hafi einungis verið ætlað það hlutverk að draga upp einhverja valkosti sem í boði gætu verið og kæmu til greina varðandi fiskveiðilöggjöfina.. Verkefnið var að greina leggja mat á þá og byggja tillögurnar sínar til ráðherra síðan á því mati.
Við lögðum til grundvallar vandaðar úttektir sem gerðar voru af fjölmörgum sérfræðingum með gagnstæð sjónarmið. Nefndin hafði því fyrir framan sig þá kosti sem gætu verið til staðar og ærnar upplýsingar. Það var á grundvelli slíks vandaðs mats, sem það var niðurstaða okkar að skynsamlegast væri að fara samningaleiðina.
8. Samningaleiðin kveður afdráttarlaust á um eignarhald auðlindarinnar. Jafnframt að nýtingarrétturinn verði bundinn til tiltekins tíma, með eðlilegum endurnýjunarrétti, gegn gjaldi sem ríkið innheimti. Það er því ljóst að þessi niðurstaða sameinar í rauninni ólík sjónarmið. Hún tryggir ákveðin fyrirsjáanleika í sjávarútveginum jafnframt því að svara spurningunni um eignarhaldið á auðlindinni.
Það er þess vegna sem við – þessi fjölbreytti hópur - segjum svo afdráttarlaust í skýrslu okkar: „Starfshópurinn telur að þær tillögur sem hópurinn gerir nú til breytinga og endurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða sé grunnur að lausn þeirra stóru ágreiningsefna sem verið hafa uppi hér á landi um langt skeið.“
Skoðun

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax
Dagmar Valsdóttir skrifar

Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu
Guttormur Þorsteinsson skrifar

Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig?
Haukur V. Alfreðsson skrifar

Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni?
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar