Nestlé í vandræðalegum slagsmálum á Facebook 25. mars 2010 10:29 Matvælarisinn Nestlé hefur hafnaði í vandræðalegum slagsmálum á Facebook eftir að Greenpeace ásakaði fyrirtækið fyrir að nota ósjálfbæra indónesíska pálmaolíu í afurðir sínar. Ásakanir Greenpeace voru aðeins upphafið að hamförum Nestlé í almannatengslum.Upphaf málsins má rekja til þess að Greenpeace setti myndband inn á YouTube þar sem maður sást borða KitKat sem er ein af vörum Nestlé með fyrrgreindum skilaboðum. Nestlé fór í hart og sagðist myndu fjarlægja myndbandið ef Greenpeace gerði slíkt ekki.Eftir þetta fór allt á fullt og netnotendur tóku málið upp á sína arma. Brátt höfðu 93.000 manns skráð sig inn á Facebook síðu Nestlé þar sem þeir létu fyrirtækið heyra það óþvegið. Skömmum ringdi yfir fyrirtækið sem var kallað ýmsum ónefnum eins og skrímsli eða yndi andskotans.Nestlé gerði þau grundvallarmistök að svara gagnrýninni fullum hálsi. Lét Nestlé vita að sér væri mjög misboðið yfir þessum ónefnum sem fyrirtækið var nefnt. Og þá fyrst varð fjandinn laus á Facebook.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir Paul Seaman sérfræðingur í almannatengslum að fyrst Nestlé hafi valið að vera á netsíðum á borð við Facebook verði fyrirtækið að hefja sig upp yfir fjöldan. Í staðinn hafi það ákveðið að stinga höfðinu í gin ljónsins. Nestlé eigi að fylgja þeim reglum sem gilda á Facebook ef það vilji verja orðstír sinn. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matvælarisinn Nestlé hefur hafnaði í vandræðalegum slagsmálum á Facebook eftir að Greenpeace ásakaði fyrirtækið fyrir að nota ósjálfbæra indónesíska pálmaolíu í afurðir sínar. Ásakanir Greenpeace voru aðeins upphafið að hamförum Nestlé í almannatengslum.Upphaf málsins má rekja til þess að Greenpeace setti myndband inn á YouTube þar sem maður sást borða KitKat sem er ein af vörum Nestlé með fyrrgreindum skilaboðum. Nestlé fór í hart og sagðist myndu fjarlægja myndbandið ef Greenpeace gerði slíkt ekki.Eftir þetta fór allt á fullt og netnotendur tóku málið upp á sína arma. Brátt höfðu 93.000 manns skráð sig inn á Facebook síðu Nestlé þar sem þeir létu fyrirtækið heyra það óþvegið. Skömmum ringdi yfir fyrirtækið sem var kallað ýmsum ónefnum eins og skrímsli eða yndi andskotans.Nestlé gerði þau grundvallarmistök að svara gagnrýninni fullum hálsi. Lét Nestlé vita að sér væri mjög misboðið yfir þessum ónefnum sem fyrirtækið var nefnt. Og þá fyrst varð fjandinn laus á Facebook.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir Paul Seaman sérfræðingur í almannatengslum að fyrst Nestlé hafi valið að vera á netsíðum á borð við Facebook verði fyrirtækið að hefja sig upp yfir fjöldan. Í staðinn hafi það ákveðið að stinga höfðinu í gin ljónsins. Nestlé eigi að fylgja þeim reglum sem gilda á Facebook ef það vilji verja orðstír sinn.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira