Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna 18. febrúar 2011 14:52 Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Í frétt um málið á börsen.dk segir að verðið á silfrinu sé nú komið í 31,8 dollara á únsuna og hefur það hækkað um 100% á liðnu ári. Fjárfestar virðast ekki geta fengið nóg af silfri en öfugt við gull er stærstur hluti af silfurframleiðslu heimsins notaður í ýmsa iðnaðarframleiðslu. Silfur nýtur þess því að vera bæði eðalmálmur eins og gull og grunnmálmur eins og kopar. Það sem einnig hefur valdið miklum verðhækkunum á silfri er að nú er hægt að fjárfesta í því í auknum mæli í gegnum sérstaka sjóði, svokallaða ETF sjóði. Síðast þegar silfurverðið fór yfir 31 dollara á únsuna var í mars árið 1980. Þá reyndu Hunt-bræðurnir, Nelson Bunker og Herbert, að einoka markaðinn. Talið er að þeir hafi náð að kaupa um þriðjunginn af öllu silfri í heiminum, fyrir utan það sem var í eigu opinberra aðila, áður en bólan sprakk þann 27. mars 1980. Sá dagur er síðan þekktur sem Silfur fimmtudagurinn. Þeir Nelson Bunker og Herbert höfðu keypt mikið af silfrinu með framvirkum samningum. Þegar verðhrunið varð töpuðu þeir gríðarlegum fjárhæðum. Árið 1980 var auður þeirra metinn á 5 milljarða dollara en þeir komu frá auðugri olíufjölskyldu í Texas. Átta árum síðar lýstu þeir sig gjaldþrota. Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Í frétt um málið á börsen.dk segir að verðið á silfrinu sé nú komið í 31,8 dollara á únsuna og hefur það hækkað um 100% á liðnu ári. Fjárfestar virðast ekki geta fengið nóg af silfri en öfugt við gull er stærstur hluti af silfurframleiðslu heimsins notaður í ýmsa iðnaðarframleiðslu. Silfur nýtur þess því að vera bæði eðalmálmur eins og gull og grunnmálmur eins og kopar. Það sem einnig hefur valdið miklum verðhækkunum á silfri er að nú er hægt að fjárfesta í því í auknum mæli í gegnum sérstaka sjóði, svokallaða ETF sjóði. Síðast þegar silfurverðið fór yfir 31 dollara á únsuna var í mars árið 1980. Þá reyndu Hunt-bræðurnir, Nelson Bunker og Herbert, að einoka markaðinn. Talið er að þeir hafi náð að kaupa um þriðjunginn af öllu silfri í heiminum, fyrir utan það sem var í eigu opinberra aðila, áður en bólan sprakk þann 27. mars 1980. Sá dagur er síðan þekktur sem Silfur fimmtudagurinn. Þeir Nelson Bunker og Herbert höfðu keypt mikið af silfrinu með framvirkum samningum. Þegar verðhrunið varð töpuðu þeir gríðarlegum fjárhæðum. Árið 1980 var auður þeirra metinn á 5 milljarða dollara en þeir komu frá auðugri olíufjölskyldu í Texas. Átta árum síðar lýstu þeir sig gjaldþrota.
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent