Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar,“ segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum.

