Segir að kostnaður gæti orðið 1.100 milljarðar ef mál tapast Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. mars 2011 18:29 Jóhannes Karl Sveinsson, sem situr í Icesave-nefndinni, á fundinum í gær. Nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni segir að umræða um dómstólaleiðina sé mjög villandi. Ef niðurstaða samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum sé brot vegna mismununar gætu Íslendingar þurft að greiða ellefu hundruð milljarða króna til Breta og Hollendinga. ESA er búið að komast að niðurstöðu Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem er í Icesave-nefndinni, sagði á fundi í Arion banka í gær að að umræðan um nýju samningana og dómstólaleiðina væri mjög villandi. Hann sagði að Bretar og Hollendingar ættu enga aðkomu að dómsmáli í upphafi færi svo að þjóðin segði nei, enda væru aðilar að slíku máli aðeins ESA og íslenska ríkið. Í slíku samningsbrotamáli fyrir EFTA-dómstólnum væri aðeins tekist á um lagaskyldu, ekki fjárhæð eða vexti, en sem kunnugt er telur ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við ákvæði EES-samningsins með því að mismuna sparifjáreigendum hjá bönkunum og með því að hafa ekki búið svo um hnútana að Tryggingarsjóður innistæðueigenda gæti staðið við skuldbindingar sínar. Í flestum tilvikum hefur ESA haft réttinn sín megin í málaferlum fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef eftirlitsstofnun EFTA hefur rétt fyrir sér og EFTA-dómstóllinn segir, eins og hann hefur oft gert, að (ESA) hafi metið skuldbindingar réttar samkvæmt EES-samningnum þá skiptir máli hvernig það tap yrði, ef kalla má tap. Mun það mál bara snúast um lágmarksinnistæðutryggingarnar, þessa sex hundruð milljarða, eða mun það snúast um mismunun, að við höfum mismunað sparifjáreigendum, þá er það verra. Það er stærra tap, skulum við segja. Þá þurfum við að eiga við tjón vegna ellefu hundruð milljarða, en ekki bara sex hundruð," sagði Jóhannes Karl. Eftir slíka niðurstöðu yrði boltinn hjá Íslendingum. Annað hvort myndi ríkið þá bæta tjónið eða bíða eftir því að Bretar og Hollendingar færu í bótamál. Þægileg tilhugsun að íslenskir dómarar dæmi - eða er það draumsýn? Jóhannes Karl sagði að aðeins að undangenginni niðurstöðu EFTA-dómstólsins gætu Bretar og Hollendingar sótt rétt sinn á hendur ríkinu. „Við gætum auðvitað líka hunsað dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins og látið þá sækja okkur á okkar heimavarnarþingi sem er Héraðsdómur Reykjavíkur. Mörgum finnst það voðalega þægileg tilhugsun að það verði Íslendingar sem dæmi um okkar skuldbindingar á endanum og að þeir muni gera það sem er best fyrir Ísland. Og þá er það spurningin, er það raunhæf hugsun eða er það draumsýn?" spurði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl sagði að í umræðu um bótamál gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gleymdist að í slíku máli þyrfti að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins til að fá álit á því hvernig skýra ætti Evrópureglur sem vörðuðu þann ágreining sem uppi væri. „Íslenskir dómstólar geta ekki, samkvæmt EES-samningnum og þeirri dómaframkvæmd sem er á Íslandi, sagst ekki taka neitt mark á ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem leitað yrði í slíku máli. Það er dálítil einföldun að segja að íslenskir dómstólar geti túlkað þetta eftir eigin höfði. Það er verið að fást við alþjóðasamning (EES-samninginn innsk.blm) og það verður að hafa hliðsjón af þeirri túlkun sem þar er. Þetta byggir allt á því," sagði Jóhannes Karl. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Viðskipti innlent Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest Atvinnulíf Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Fleiri fréttir Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Sjá meira
Nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni segir að umræða um dómstólaleiðina sé mjög villandi. Ef niðurstaða samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum sé brot vegna mismununar gætu Íslendingar þurft að greiða ellefu hundruð milljarða króna til Breta og Hollendinga. ESA er búið að komast að niðurstöðu Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem er í Icesave-nefndinni, sagði á fundi í Arion banka í gær að að umræðan um nýju samningana og dómstólaleiðina væri mjög villandi. Hann sagði að Bretar og Hollendingar ættu enga aðkomu að dómsmáli í upphafi færi svo að þjóðin segði nei, enda væru aðilar að slíku máli aðeins ESA og íslenska ríkið. Í slíku samningsbrotamáli fyrir EFTA-dómstólnum væri aðeins tekist á um lagaskyldu, ekki fjárhæð eða vexti, en sem kunnugt er telur ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við ákvæði EES-samningsins með því að mismuna sparifjáreigendum hjá bönkunum og með því að hafa ekki búið svo um hnútana að Tryggingarsjóður innistæðueigenda gæti staðið við skuldbindingar sínar. Í flestum tilvikum hefur ESA haft réttinn sín megin í málaferlum fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef eftirlitsstofnun EFTA hefur rétt fyrir sér og EFTA-dómstóllinn segir, eins og hann hefur oft gert, að (ESA) hafi metið skuldbindingar réttar samkvæmt EES-samningnum þá skiptir máli hvernig það tap yrði, ef kalla má tap. Mun það mál bara snúast um lágmarksinnistæðutryggingarnar, þessa sex hundruð milljarða, eða mun það snúast um mismunun, að við höfum mismunað sparifjáreigendum, þá er það verra. Það er stærra tap, skulum við segja. Þá þurfum við að eiga við tjón vegna ellefu hundruð milljarða, en ekki bara sex hundruð," sagði Jóhannes Karl. Eftir slíka niðurstöðu yrði boltinn hjá Íslendingum. Annað hvort myndi ríkið þá bæta tjónið eða bíða eftir því að Bretar og Hollendingar færu í bótamál. Þægileg tilhugsun að íslenskir dómarar dæmi - eða er það draumsýn? Jóhannes Karl sagði að aðeins að undangenginni niðurstöðu EFTA-dómstólsins gætu Bretar og Hollendingar sótt rétt sinn á hendur ríkinu. „Við gætum auðvitað líka hunsað dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins og látið þá sækja okkur á okkar heimavarnarþingi sem er Héraðsdómur Reykjavíkur. Mörgum finnst það voðalega þægileg tilhugsun að það verði Íslendingar sem dæmi um okkar skuldbindingar á endanum og að þeir muni gera það sem er best fyrir Ísland. Og þá er það spurningin, er það raunhæf hugsun eða er það draumsýn?" spurði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl sagði að í umræðu um bótamál gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gleymdist að í slíku máli þyrfti að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins til að fá álit á því hvernig skýra ætti Evrópureglur sem vörðuðu þann ágreining sem uppi væri. „Íslenskir dómstólar geta ekki, samkvæmt EES-samningnum og þeirri dómaframkvæmd sem er á Íslandi, sagst ekki taka neitt mark á ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem leitað yrði í slíku máli. Það er dálítil einföldun að segja að íslenskir dómstólar geti túlkað þetta eftir eigin höfði. Það er verið að fást við alþjóðasamning (EES-samninginn innsk.blm) og það verður að hafa hliðsjón af þeirri túlkun sem þar er. Þetta byggir allt á því," sagði Jóhannes Karl. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Viðskipti innlent Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest Atvinnulíf Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Fleiri fréttir Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Sjá meira