Skilanefnd Landsbankans telur að 1175 milljarðar muni endurheimtast upp í Icesave skuldina. Þetta er 37 milljörðum meira en áður var áætlað. Þar með aukast tekjur tryggingarsjóðs innistæðueigenda um 19 milljarða kr.
Þetta þýðir að greiðslur íslenska ríkisins vegna Icesava samninginn minnka úr 47 milljörðum kr. og niður í 32 milljarða kr.
Samninganefnd Íslands í Icesave deilunni kynnti þetta nýja mat skilanefndar Landsbankans á heimtum eigna úr búi Landsbankans á blaðamannafundi sem nú stendur yfir. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á vísir.is.
Matið er uppfært á þriggja mánaða fresti af skilanefnd Landsbankans.
Fram kom hjá nefndinni að mat hennar á kostnaði ríkisins af Icesave byggir alfarið á þeim forsendum sem nefndin telur traustastar og réttastar. Forsendurnar hafa hinsvegar verið breytilegar í gegnum tíðina. Því var talið rétt að uppfæra matið.
Innheimtur upp í Icesave aukast um 19 milljarða

Mest lesið

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira
Viðskipti innlent

