Stýrivextir víða orðnir hærri en á Íslandi 2. mars 2011 12:22 Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi eru til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem eru með hærri stýrivexti en Ísland eru m.a. Rússland (8,0%), Brasilía (11,25%), Taívan (6,75%), Indland (6,5%), Kína (6,06%) og Ungverjaland (6,0%) en seðlabankar allra þessara landa hafa hækkað vexti sína á þessu ári. Einnig eru vextir hærri í Úkraínu (7,75%), Rúmeníu (6,25%), Suður Afríku (5,5%) og Tyrklandi (6,25%) en ekkert þessara ríkja hefur hafið vaxtahækkunarferli að nýju eftir fjármálakreppuna. Til samanburðar við þessa háu vexti má nefna að stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 1%, 0,5% í Bretlandi, 0,25% í Bandaríkjunum og Sviss og svo 0,05% í Japan Nokkur spenna ríkir á markaði yfir því hvað peningastefnunefnd Evrópska seðlabankans mun gera á morgun, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur hennar. Sem kunnugt er hefur hækkandi eldsneytis- og hrávöruverð á alþjóðlegum mörkuðum gert það að verkum að verbólguþrýstingur hefur aukist töluvert að undanförnu í Evrópu, sem og annars staðar, á sama tíma og hjól efnahagslífsins í mörgum ríkjum eru enn í hálfgerðu lamasessi. Almennt er reiknað með því að stýrivextir Seðlabanka Evrópu verði óbreyttir eftir ákvörðunina á morgun en sá verðbólguþrýstingur sem hefur myndast leiðir augljóslega til þess að auknar líkur eru á því að bankinn hefji vaxtahækkunarferli sitt fyrr en ella. Er það því ekki ákvörðunin sem slík sem kallar fram spennu heldur hvort bankinn muni gefa einhverjar vísbendingar um það hvenær hann komi til með að hefja vaxtahækkunarferli sitt. Allvíða meðal seðlabanka er hækkun vaxta hafin til þess að stemma stigu við aukinni verðbólgu, sem m.a. má rekja hækkandi orku- og hrávöruverðs. Má hér til dæmis nefna sænska seðlabankann, Riksbank, sem hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta um miðjan síðasta mánuð. Það var í fimmta sinn frá því í júlí í fyrra sem Riksbank hækkar stýrivexti bankans og eru þeir nú 1,5%. Önnur iðnríki sem hafa hækkað vexti síðasta árið eru m.a. Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland og Noregur. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi eru til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem eru með hærri stýrivexti en Ísland eru m.a. Rússland (8,0%), Brasilía (11,25%), Taívan (6,75%), Indland (6,5%), Kína (6,06%) og Ungverjaland (6,0%) en seðlabankar allra þessara landa hafa hækkað vexti sína á þessu ári. Einnig eru vextir hærri í Úkraínu (7,75%), Rúmeníu (6,25%), Suður Afríku (5,5%) og Tyrklandi (6,25%) en ekkert þessara ríkja hefur hafið vaxtahækkunarferli að nýju eftir fjármálakreppuna. Til samanburðar við þessa háu vexti má nefna að stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 1%, 0,5% í Bretlandi, 0,25% í Bandaríkjunum og Sviss og svo 0,05% í Japan Nokkur spenna ríkir á markaði yfir því hvað peningastefnunefnd Evrópska seðlabankans mun gera á morgun, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur hennar. Sem kunnugt er hefur hækkandi eldsneytis- og hrávöruverð á alþjóðlegum mörkuðum gert það að verkum að verbólguþrýstingur hefur aukist töluvert að undanförnu í Evrópu, sem og annars staðar, á sama tíma og hjól efnahagslífsins í mörgum ríkjum eru enn í hálfgerðu lamasessi. Almennt er reiknað með því að stýrivextir Seðlabanka Evrópu verði óbreyttir eftir ákvörðunina á morgun en sá verðbólguþrýstingur sem hefur myndast leiðir augljóslega til þess að auknar líkur eru á því að bankinn hefji vaxtahækkunarferli sitt fyrr en ella. Er það því ekki ákvörðunin sem slík sem kallar fram spennu heldur hvort bankinn muni gefa einhverjar vísbendingar um það hvenær hann komi til með að hefja vaxtahækkunarferli sitt. Allvíða meðal seðlabanka er hækkun vaxta hafin til þess að stemma stigu við aukinni verðbólgu, sem m.a. má rekja hækkandi orku- og hrávöruverðs. Má hér til dæmis nefna sænska seðlabankann, Riksbank, sem hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta um miðjan síðasta mánuð. Það var í fimmta sinn frá því í júlí í fyrra sem Riksbank hækkar stýrivexti bankans og eru þeir nú 1,5%. Önnur iðnríki sem hafa hækkað vexti síðasta árið eru m.a. Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland og Noregur.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira