Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus 1. mars 2011 11:26 Gunnar Rúnar Sigurþórsson. Dómurinn yfir Gunnari er hrollvekjandi lesning. Þar er lýsir hann því hvernig hann fór inn á heimili Hannesar og stakk hann til bana. Alls veitti hann Hannesi 20 mismunandi sár, líklegast með hnífi, sem fannst nokkrum vikum síðar. Dánarorsök Hannesar var blóðmissir vegna alvarlegra áverka á hjarta, lunga og hægra nýra. Sjálfsvíg föður yfirþyrmandi áfall Í matsgerð sálfræðinga kemur fram að sjálfsvíg föður hans, í viðurvist hans og ættingja, hafi verið yfirþyrmandi áfall fyrir Gunnar, sem þá var níu ára gamall. Þeir voru afar nánir og því hafi hið sálræna sár orðið dýpra en ella. Áfallið varð til þess að þess að hugsana- og tilfinningalíf hans hefði fests á veikbyggðu og vanþroskuðu bernskustigi. Gunnar varð félagslega einangraður í kjölfarið, en sú einangrun var rofin þegar hann kynntist unnustu Hannesar. Gunnar varð sjúklega ástfanginn af henni sem leiddi til þess að hann fór að íhuga að ryðja Hannesi frá. Í einni matsgerð sálfræðinganna kemur fram að Gunnar hafi látið undan hinum sjúka persónuleika sínum með því að safna hlutum í skottið á bílnum sínum, svo sem hanska, hníf og fleira. Með þessu tókst honum að róa niður þessa þjáningafullu baráttu með því að „heimila" hinum sjúka persónuleikaþætti vissar undirbúningsaðgerðir. Í viðtali við einn geðlækninn lýsir Gunnar því að hann hafi brosað rétt áður en hann fór inn á heimili Hannesar til þess að myrða hann. Gunnar hafi upplifað sælu og kvöl á sama tíma. Kyssti unnustuna eftir morðið Svo lýsir hann sjálfur hvernig hann bar sig að þegar hann var kominn inn í íbúðina hans Hannesar. Við vörum við lýsingunum en þær eru ekki fyrir viðkvæma: „Ég stóð þar í smá stund, ég held að ég hafi staðið þarna í nokkrar mínútur og svo og svo stakk ég hann beint í bringuna. Ég stakk hann tvisvar og svo rauk hann upp, byrjaði að hlaupa út um hurðina og svo ég stakk hann í hálsinn og hann datt fram fyrir sig og ég stakk hann síðan í bakið." Gunnar kvaðst hafa hlaupið út um bílskúrinn og aftur að ljósastaur, þar sem hann hefði tekið af sér húfu og poka af fótunum. Einn pokann hefði hann notað til að setja dótið sitt í. Svo gekk hann aftur að bíl sínum, setti úlpuna og pokann í skottið og keyrði í burtu. Hann hefði svo farið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent pokanum og úlpunni undir bryggjuna. Gunnar sagði að hann hefði verið hágrenjandi, ráfað um bryggjuna og svo keyrt heim til sín. Þegar þangað var komið hafi hann náð í poka, sett buxur sínar í hann og úlpuna. Hann hefði því næst farið út og gengið að Eyrarholti og hent pokanum í ruslatunnu. Hann hefði svo farið heim til sín þar sem Hildur [unnusta Hannesar] lá sofandi. Hann kvaðst hafa kysst hana á munninn og svo farið fram og lagst í sófa. Gunnar sagði að hann hefði grátið og grátið og ekkert getað sofið. Gunnar var tvívegis handtekinn vegna málsins. Í seinna skiptið, um tveimur vikum eftir verknaðinn, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Skömmu síðar játaði hann morðið. Gunnari er gert að greiða foreldrum Hannesar 1800 þúsund krónur. Unnustunni skal hann greiða 1200 þúsund krónur en hann hafnaði bótakröfu hennar upphaflega. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dómurinn yfir Gunnari er hrollvekjandi lesning. Þar er lýsir hann því hvernig hann fór inn á heimili Hannesar og stakk hann til bana. Alls veitti hann Hannesi 20 mismunandi sár, líklegast með hnífi, sem fannst nokkrum vikum síðar. Dánarorsök Hannesar var blóðmissir vegna alvarlegra áverka á hjarta, lunga og hægra nýra. Sjálfsvíg föður yfirþyrmandi áfall Í matsgerð sálfræðinga kemur fram að sjálfsvíg föður hans, í viðurvist hans og ættingja, hafi verið yfirþyrmandi áfall fyrir Gunnar, sem þá var níu ára gamall. Þeir voru afar nánir og því hafi hið sálræna sár orðið dýpra en ella. Áfallið varð til þess að þess að hugsana- og tilfinningalíf hans hefði fests á veikbyggðu og vanþroskuðu bernskustigi. Gunnar varð félagslega einangraður í kjölfarið, en sú einangrun var rofin þegar hann kynntist unnustu Hannesar. Gunnar varð sjúklega ástfanginn af henni sem leiddi til þess að hann fór að íhuga að ryðja Hannesi frá. Í einni matsgerð sálfræðinganna kemur fram að Gunnar hafi látið undan hinum sjúka persónuleika sínum með því að safna hlutum í skottið á bílnum sínum, svo sem hanska, hníf og fleira. Með þessu tókst honum að róa niður þessa þjáningafullu baráttu með því að „heimila" hinum sjúka persónuleikaþætti vissar undirbúningsaðgerðir. Í viðtali við einn geðlækninn lýsir Gunnar því að hann hafi brosað rétt áður en hann fór inn á heimili Hannesar til þess að myrða hann. Gunnar hafi upplifað sælu og kvöl á sama tíma. Kyssti unnustuna eftir morðið Svo lýsir hann sjálfur hvernig hann bar sig að þegar hann var kominn inn í íbúðina hans Hannesar. Við vörum við lýsingunum en þær eru ekki fyrir viðkvæma: „Ég stóð þar í smá stund, ég held að ég hafi staðið þarna í nokkrar mínútur og svo og svo stakk ég hann beint í bringuna. Ég stakk hann tvisvar og svo rauk hann upp, byrjaði að hlaupa út um hurðina og svo ég stakk hann í hálsinn og hann datt fram fyrir sig og ég stakk hann síðan í bakið." Gunnar kvaðst hafa hlaupið út um bílskúrinn og aftur að ljósastaur, þar sem hann hefði tekið af sér húfu og poka af fótunum. Einn pokann hefði hann notað til að setja dótið sitt í. Svo gekk hann aftur að bíl sínum, setti úlpuna og pokann í skottið og keyrði í burtu. Hann hefði svo farið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent pokanum og úlpunni undir bryggjuna. Gunnar sagði að hann hefði verið hágrenjandi, ráfað um bryggjuna og svo keyrt heim til sín. Þegar þangað var komið hafi hann náð í poka, sett buxur sínar í hann og úlpuna. Hann hefði því næst farið út og gengið að Eyrarholti og hent pokanum í ruslatunnu. Hann hefði svo farið heim til sín þar sem Hildur [unnusta Hannesar] lá sofandi. Hann kvaðst hafa kysst hana á munninn og svo farið fram og lagst í sófa. Gunnar sagði að hann hefði grátið og grátið og ekkert getað sofið. Gunnar var tvívegis handtekinn vegna málsins. Í seinna skiptið, um tveimur vikum eftir verknaðinn, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Skömmu síðar játaði hann morðið. Gunnari er gert að greiða foreldrum Hannesar 1800 þúsund krónur. Unnustunni skal hann greiða 1200 þúsund krónur en hann hafnaði bótakröfu hennar upphaflega.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira