Treysta alfarið á skilanefnd Landsbankans 19. mars 2011 18:48 Landsbanki Íslands. Áhætta er aðeins tengd þriðjungi af eignasafni Landsbankans, fullyrðir skilanefnd bankans. Íslenska ríkið treystir alfarið á skilanefndina og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte við mat á þrotabúinu. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni fullyrðir að 32 milljarðar króna muni lenda á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna. Byggist þetta m.a á uppfærðu mati skilanefndar Landsbankas á verðmæti eignasafnsins, en nefndin telur að 89 prósent eigna skili sér upp í kröfur vegna Icesave. Ríkið fór ekki í sjálfstætt mat á eignasafni bankans, eins og kom fram á kynningarfundi með Icesave-nefndinni í byrjun þessa mánaðar, en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte fór yfir verkferla og matið sjálft og taldi það traust. Jóhannes Karl Sveinsson segir ekki hafa komið til greina að endurskoða eignasafnið. Ríkið eigi enga aðkomu að þrotabúi bankans. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá þrotabúi Landsbankans um nokkur atriði tengd verðmæti eignasafns bankans. Eftir hamfarirnar í Japan rýrnaði evrópska hlutabréfavísitalan Eurostoxx um 5 prósent þar sem mörg evrópsk fyrirtæki eiga hagsmuni að gæta gagnvart Japan. Hafði þetta áhrif á eignir Landsbankans? Í svari frá þrotabúi bankans segir að gefið sé út nýtt mat á fjárhagsstöðu og áætluðum endurheimtum á þriggja mánaða fresti og skammt sé liðið frá síðasta mati. Í svari frá þrotabúi bankans segir að bankinn hafi ekki gert nýtt verðmat. Þá segir varðandi mat Deloitte að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki aðeins metið verkferla við mat á verðmæti heldur einnig niðurstöður matsins sjálfs. Í lok síðasta árs námu eignir þrotabús Landsbankans jafnvirði 1.175 milljörðum króna. Heimildarmenn sem starfa fyrir þrotabú bankans fullyrða að eignasafnið líti í grófum dráttum svona út: Þriðjungur eigna sé reiðufé, peningar sem hægt sé að borga út. Einn þriðji sé síðan skuldabréf sem Nýi Landsbankinn gaf út þegar bankarnir voru endurfjármagnaðir og svo loks eru það útlánin en það eru lán til fyrirtækja í Bretlandi og Hollandi, skuldabréf og aðrar eignir og það er þessi liður sem mesta áhættan er bundin við. Icesave Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Áhætta er aðeins tengd þriðjungi af eignasafni Landsbankans, fullyrðir skilanefnd bankans. Íslenska ríkið treystir alfarið á skilanefndina og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte við mat á þrotabúinu. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni fullyrðir að 32 milljarðar króna muni lenda á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna. Byggist þetta m.a á uppfærðu mati skilanefndar Landsbankas á verðmæti eignasafnsins, en nefndin telur að 89 prósent eigna skili sér upp í kröfur vegna Icesave. Ríkið fór ekki í sjálfstætt mat á eignasafni bankans, eins og kom fram á kynningarfundi með Icesave-nefndinni í byrjun þessa mánaðar, en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte fór yfir verkferla og matið sjálft og taldi það traust. Jóhannes Karl Sveinsson segir ekki hafa komið til greina að endurskoða eignasafnið. Ríkið eigi enga aðkomu að þrotabúi bankans. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá þrotabúi Landsbankans um nokkur atriði tengd verðmæti eignasafns bankans. Eftir hamfarirnar í Japan rýrnaði evrópska hlutabréfavísitalan Eurostoxx um 5 prósent þar sem mörg evrópsk fyrirtæki eiga hagsmuni að gæta gagnvart Japan. Hafði þetta áhrif á eignir Landsbankans? Í svari frá þrotabúi bankans segir að gefið sé út nýtt mat á fjárhagsstöðu og áætluðum endurheimtum á þriggja mánaða fresti og skammt sé liðið frá síðasta mati. Í svari frá þrotabúi bankans segir að bankinn hafi ekki gert nýtt verðmat. Þá segir varðandi mat Deloitte að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki aðeins metið verkferla við mat á verðmæti heldur einnig niðurstöður matsins sjálfs. Í lok síðasta árs námu eignir þrotabús Landsbankans jafnvirði 1.175 milljörðum króna. Heimildarmenn sem starfa fyrir þrotabú bankans fullyrða að eignasafnið líti í grófum dráttum svona út: Þriðjungur eigna sé reiðufé, peningar sem hægt sé að borga út. Einn þriðji sé síðan skuldabréf sem Nýi Landsbankinn gaf út þegar bankarnir voru endurfjármagnaðir og svo loks eru það útlánin en það eru lán til fyrirtækja í Bretlandi og Hollandi, skuldabréf og aðrar eignir og það er þessi liður sem mesta áhættan er bundin við.
Icesave Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira