Ríkið greiðir ekki fyrir kynningu á Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. mars 2011 19:32 Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. Í síðustu viku stóð Arion banki fyrir tveimur kynningarfundum á nýju Icesave-samningunum, en nokkru áður hafði Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í Icesave-nefndinni, haldið kynningu fyrir starfsfólk bankans um sama efni. Jóhannes Karl hélt erindi fyrir starfsfólkið og á opnu fundunum tveimur og gerði það án greiðslu. Á opnu fundunum hélt líka breski fjármálasérfræðingurinn Andrew Speirs hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hawkpoint fyrirlestur en Arion banki lét hjá líða að geta þess í kynningarefni vegna fundarins að Speirs þessi vann fyrir samninganefndina. Fréttastofa sendi Speirs fyrirspurn vegna kostnaðarins, þ.e hvort hann hafi fengið greitt fyrir að halda fyrirlesturinn, en hann svaraði ekki. Að undanförnu hafa ýmis fyrirtæki óskað eftir kynningarfundum á Icesave-samningunum fyrir starfsfólk sitt. Ríkissjóður greiðir ekki fyrir erindi nefndarmanna úr samninganefndinni á þessum fundum og eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa stjórnvöld ekki skipt sér af því hvort nefndarmenn í samninganefndinni þekkist slík boð. Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður í samninganefndinni, hefur haldið erindi á tveimur slíkum fundum en hann sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtæki sem óskuðu eftir kynningu greiddu fyrir fyrirlestrana sjálf enda væru slíkar kynningar ekki gerðar fyrir ríkið. Icesave Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. Í síðustu viku stóð Arion banki fyrir tveimur kynningarfundum á nýju Icesave-samningunum, en nokkru áður hafði Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í Icesave-nefndinni, haldið kynningu fyrir starfsfólk bankans um sama efni. Jóhannes Karl hélt erindi fyrir starfsfólkið og á opnu fundunum tveimur og gerði það án greiðslu. Á opnu fundunum hélt líka breski fjármálasérfræðingurinn Andrew Speirs hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hawkpoint fyrirlestur en Arion banki lét hjá líða að geta þess í kynningarefni vegna fundarins að Speirs þessi vann fyrir samninganefndina. Fréttastofa sendi Speirs fyrirspurn vegna kostnaðarins, þ.e hvort hann hafi fengið greitt fyrir að halda fyrirlesturinn, en hann svaraði ekki. Að undanförnu hafa ýmis fyrirtæki óskað eftir kynningarfundum á Icesave-samningunum fyrir starfsfólk sitt. Ríkissjóður greiðir ekki fyrir erindi nefndarmanna úr samninganefndinni á þessum fundum og eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa stjórnvöld ekki skipt sér af því hvort nefndarmenn í samninganefndinni þekkist slík boð. Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður í samninganefndinni, hefur haldið erindi á tveimur slíkum fundum en hann sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtæki sem óskuðu eftir kynningu greiddu fyrir fyrirlestrana sjálf enda væru slíkar kynningar ekki gerðar fyrir ríkið.
Icesave Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira