Enski boltinn

Xavi: Cesc vill koma til Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabregas, til hægri, í baráttu við Lionel Messi, leikmann Barcelona.
Fabregas, til hægri, í baráttu við Lionel Messi, leikmann Barcelona. Nordic Photos / Getty Images
Xavi, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, segir að Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, vilji ganga til liðs við Börsunga.

Fabregas hefur lengi verið orðaður við Barcelona en Arsenal keypti hann þaðan þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Litlu mátti muna að Fabregas færi síðastliðið sumar en ekkert varð af því.

Enskir fjölmiðlar hafa fullyrt að Arsenal sé reiðubúið að selja Fabregas fyrir 51,5 milljónir evra en Börsungar eru ekki reiðubúnir að greiða svo mikið fyrir hann. Sandro Rosell, forseti Barcelona, hefur þó sagt að félagið sé tilbúið til viðræðna.

„Ég myndi vilja fá Cesc til Barcelona og hann hefur sjálfur sagt að hann vilji koma. En félögin þurfa að komast að samkomulagi,“ sagði Xavi við spænska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×