Gjaldeyrishöftin verða áfram um fyrirsjáanlega framtíð 28. mars 2011 12:35 Greining Íslandsbanka telur að mestar líkur séu á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. Jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við áætlunina sem kynnt var fyrir helgi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ólíklegt virðist að önnur skref verði stigin til afléttingar gjaldeyrishafta á næstunni en þau sem snúa að því að aflétta þrýstingi vegna aflandskróna. Eru því líkur á að yfirvöld muni nýta sér verulegan hluta þess svigrúms sem skapast við framlengingu lagaheimildar um gjaldeyrishöft til ársloka 2015, eins og efnahags- og viðskiptaráðherra hyggst leggja til við Alþingi. Eftir að þrýstingi vegna aflandskróna hefur verið aflétt er síðara skrefið til afléttingar skiptiútboð þar sem eigendur ríkisskuldabréfa í krónum fá að skipta þeim yfir í ríkisskuldabréf í erlendum gjaldeyri. Verð og gjalddagi síðarnefndu bréfanna ræðst af markaðsaðstæðum. Eigendum aflandskróna í innlendum bönkum verður heimilað að skipta þeim í erlendan gjaldeyri gegn stiglækkandi gjaldi sem í upphafi mun jafngilda muninum á aflandsgengi og innlendu gengi krónu. „Ljóst má vera að þetta seinna skref verður ekki stigið á næstunni, og reyndar teljum við ólíklegt að það verði byrjað á því á þessu ári," segir í Morgunkorninu. „Óvissan um hvenær það komist í gang er fremur á þann veginn að það gæti dregist um einhver misseri í viðbót. Hins vegar er ætlunin að framkvæma þetta skref nokkuð hratt þar sem erfitt verður að hafa stjórn á þeim glufum sem myndast þegar farið verður af stað með það. Hins vegar teljum við mestar líkur á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð, jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við framangreinda áætlun." Þá segir að lífeyrissjóðir munu líklega lúta strangari skilyrðum en aðrir fjárfestar um gjaldeyriskaup næstu árin. Það mun því líklega líða á löngu þar til erlendar eignir þeirra verða aftur orðnar sambærilegar við hlutfall þeirra undanfarin ár. Velta má því fyrir sér hvort það er heppilegt að áhættudreifing sjóðanna sé takmörkuð með þessum hætti. Icesave-kosningin hefur samkvæmt áætluninni ekki áhrif á hvenær fyrstu skrefin verða stigin. Hins vegar er það tekið fram að verði niðurstaðan í kosningunum sú að fella samninginn mun það líklega leiða til tafa á seinustu skrefum í fyrri hluta áætlunarinnar og seinka seinni hlutanum. Er það vegna skilyrðisins um að ríkissjóður, og í kjölfarið aðrir innlendir aðilar, geti fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. Icesave Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að mestar líkur séu á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. Jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við áætlunina sem kynnt var fyrir helgi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ólíklegt virðist að önnur skref verði stigin til afléttingar gjaldeyrishafta á næstunni en þau sem snúa að því að aflétta þrýstingi vegna aflandskróna. Eru því líkur á að yfirvöld muni nýta sér verulegan hluta þess svigrúms sem skapast við framlengingu lagaheimildar um gjaldeyrishöft til ársloka 2015, eins og efnahags- og viðskiptaráðherra hyggst leggja til við Alþingi. Eftir að þrýstingi vegna aflandskróna hefur verið aflétt er síðara skrefið til afléttingar skiptiútboð þar sem eigendur ríkisskuldabréfa í krónum fá að skipta þeim yfir í ríkisskuldabréf í erlendum gjaldeyri. Verð og gjalddagi síðarnefndu bréfanna ræðst af markaðsaðstæðum. Eigendum aflandskróna í innlendum bönkum verður heimilað að skipta þeim í erlendan gjaldeyri gegn stiglækkandi gjaldi sem í upphafi mun jafngilda muninum á aflandsgengi og innlendu gengi krónu. „Ljóst má vera að þetta seinna skref verður ekki stigið á næstunni, og reyndar teljum við ólíklegt að það verði byrjað á því á þessu ári," segir í Morgunkorninu. „Óvissan um hvenær það komist í gang er fremur á þann veginn að það gæti dregist um einhver misseri í viðbót. Hins vegar er ætlunin að framkvæma þetta skref nokkuð hratt þar sem erfitt verður að hafa stjórn á þeim glufum sem myndast þegar farið verður af stað með það. Hins vegar teljum við mestar líkur á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð, jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við framangreinda áætlun." Þá segir að lífeyrissjóðir munu líklega lúta strangari skilyrðum en aðrir fjárfestar um gjaldeyriskaup næstu árin. Það mun því líklega líða á löngu þar til erlendar eignir þeirra verða aftur orðnar sambærilegar við hlutfall þeirra undanfarin ár. Velta má því fyrir sér hvort það er heppilegt að áhættudreifing sjóðanna sé takmörkuð með þessum hætti. Icesave-kosningin hefur samkvæmt áætluninni ekki áhrif á hvenær fyrstu skrefin verða stigin. Hins vegar er það tekið fram að verði niðurstaðan í kosningunum sú að fella samninginn mun það líklega leiða til tafa á seinustu skrefum í fyrri hluta áætlunarinnar og seinka seinni hlutanum. Er það vegna skilyrðisins um að ríkissjóður, og í kjölfarið aðrir innlendir aðilar, geti fjármagnað sig á erlendum mörkuðum.
Icesave Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira