Dómar á morgun gætu auðveldað Icesave málið 31. mars 2011 13:33 Dómsuppsaga fer fram á morgun í alls níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu forgangskröfur í bú fallinna íslenskra banka. Fari svo að heildsöluinnlánin verði ekki dæmd forgangkröfur mun bú Landsbankans geta staðið undir allri Icesave skuldinni. Fjallað er um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að sjö málanna eru gegn Landsbanka Íslands en heildsöluinnlán, sem flokkast með forgangskröfum hans, nema um 150 milljörðum króna. Ef niðurstaða dómstóla verður sú að slík innlán njóti ekki forgangs í búi bankans mun hann geta greitt allar aðrar forgangskröfur að öllu leyti miðað við áætlaðar endurheimtur skilanefndar hans.Slitastjórn Landsbankans ákvað upphaflega að flokka heildsöluinnlán á meðal forgangskrafna í bú bankans. Sú ákvörðun, sem byggðist á þeirri breyttu kröfuhafaröð sem neyðarlögin sögðu til um, rataði síðar fyrir dómstóla eftir að almennir kröfuhafar stefndu búinu. Fimm málanna eru vegna heildsöluinnlána sem bankinn safnaði í Bretlandi en tvö þeirra vegna slíkra innlána sem hann safnaði í Hollandi. Umgjörð lánanna var ekki að öllu leyti alveg eins, en viðmælendur Viðskiptablaðsins telja nánast öruggt að niðurstaðan verði samhljóma í þeim öllum. Þ.e. að öll heildsöluinnlán verði annaðhvort flokkuð sem forgangskröfur eða sem almennar kröfur.Þó er talið fullvíst að niðurstöðu málanna verði vísað til Hæstaréttar óháð því hver hún verður. Forgangskröfur í bú Landsbankans eru 1.319 milljarðar króna og eru fastar í íslenskum krónum. Slitastjórn Landsbankans tilkynnti í upphafi marsmánaðar að hún áætli nú að 89% fáist upp í þær kröfur, eða um 1.175 milljarðar króna. Ef heildsöluinnlánin verða dæmd sem almennar kröfur er ljóst að forgangskröfur lækka í um 1.169 milljarða króna. Standist mat slitastjórnar Landsbankans mun þrotabúið því eiga 100% upp í forgangskröfur, að því er segir í Viðskiptablaðinu. Icesave Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Dómsuppsaga fer fram á morgun í alls níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu forgangskröfur í bú fallinna íslenskra banka. Fari svo að heildsöluinnlánin verði ekki dæmd forgangkröfur mun bú Landsbankans geta staðið undir allri Icesave skuldinni. Fjallað er um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að sjö málanna eru gegn Landsbanka Íslands en heildsöluinnlán, sem flokkast með forgangskröfum hans, nema um 150 milljörðum króna. Ef niðurstaða dómstóla verður sú að slík innlán njóti ekki forgangs í búi bankans mun hann geta greitt allar aðrar forgangskröfur að öllu leyti miðað við áætlaðar endurheimtur skilanefndar hans.Slitastjórn Landsbankans ákvað upphaflega að flokka heildsöluinnlán á meðal forgangskrafna í bú bankans. Sú ákvörðun, sem byggðist á þeirri breyttu kröfuhafaröð sem neyðarlögin sögðu til um, rataði síðar fyrir dómstóla eftir að almennir kröfuhafar stefndu búinu. Fimm málanna eru vegna heildsöluinnlána sem bankinn safnaði í Bretlandi en tvö þeirra vegna slíkra innlána sem hann safnaði í Hollandi. Umgjörð lánanna var ekki að öllu leyti alveg eins, en viðmælendur Viðskiptablaðsins telja nánast öruggt að niðurstaðan verði samhljóma í þeim öllum. Þ.e. að öll heildsöluinnlán verði annaðhvort flokkuð sem forgangskröfur eða sem almennar kröfur.Þó er talið fullvíst að niðurstöðu málanna verði vísað til Hæstaréttar óháð því hver hún verður. Forgangskröfur í bú Landsbankans eru 1.319 milljarðar króna og eru fastar í íslenskum krónum. Slitastjórn Landsbankans tilkynnti í upphafi marsmánaðar að hún áætli nú að 89% fáist upp í þær kröfur, eða um 1.175 milljarðar króna. Ef heildsöluinnlánin verða dæmd sem almennar kröfur er ljóst að forgangskröfur lækka í um 1.169 milljarða króna. Standist mat slitastjórnar Landsbankans mun þrotabúið því eiga 100% upp í forgangskröfur, að því er segir í Viðskiptablaðinu.
Icesave Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira