ASÍ: Lánshæfið hefur skaðast vegna Icesave 31. mars 2011 11:25 Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. Þetta kemur fram í greinargerð hagdeildar ASÍ í nýjasta fréttabréfi samtakanna. Fréttabréfið er eingöngu helgað Icesave málinu að þessi sinni. Það var matsfyrirtækið Fitch Ratings sem lækkaði lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar forsetans. Moody´s hefur sagt hreint út að það muni setja Ísland í ruslflokk hjá sér ef Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Í greinargerðinni segir að Icesave deilan hefur því bæði áhrif á möguleika Íslands til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Þetta á bæði við um möguleika okkar og kostnað við að taka ný lán til fjárfestinga en einnig varðandi endurfjármögnun á eldri lánum. Ljóst er að mjög erfiðlega hefur gengið að fá erlend lán til landsins. Þau lánsloforð sem fengist hafa eru í sumum tilfellum beint eða óbeint háð því skilyrði að Icesave deilan leysist eða eru til fyrirtækja sem að mestu starfa erlendis. Á endurfjármögnun eldri lána reynir þegar á þessu ári. Afborganir og vextir af erlendum lánum nema umtalsverðum fjárhæðum. Töf á lausn Icesave deilunnar mun einnig hafa áhrif á afléttingu gjaldeyrishaftanna. Slík töf hefur frekari neikvæð áhrif á möguleika okkar til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í hér á landi því að á meðan gjaldeyrishöftin eru við líði þá eru takmörk á því að þeir geti tekið eignir sínar til sín í erlendri mynt. Hagdeild ASÍ hefur reynt að leggja mat á það hvaða fjárhæðum það skilaði ef tækist að auka fjárfestingar og fá þannig hjól efnahags- og atvinnulífsins til að snúast hraðar. Til mikils er að vinna því að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 milljarða. Takist að hrinda þeim fjárfestingaráformum sem nú er unnið að á vettvangi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í framkvæmd myndi það hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu- og efnahagslífið. Draga myndi úr atvinnuleysi, hagvöxtur myndi aukast sem skilað gæti auknum verðmætum sem nema um 120 milljörðum fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. Ljóst er að stór hluti þessara fjárfestinga ráðast af því hvort að okkur takist að tryggja okkur lánsfé á erlendum mörkuðum. Icesave Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Sjá meira
Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. Þetta kemur fram í greinargerð hagdeildar ASÍ í nýjasta fréttabréfi samtakanna. Fréttabréfið er eingöngu helgað Icesave málinu að þessi sinni. Það var matsfyrirtækið Fitch Ratings sem lækkaði lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar forsetans. Moody´s hefur sagt hreint út að það muni setja Ísland í ruslflokk hjá sér ef Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Í greinargerðinni segir að Icesave deilan hefur því bæði áhrif á möguleika Íslands til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Þetta á bæði við um möguleika okkar og kostnað við að taka ný lán til fjárfestinga en einnig varðandi endurfjármögnun á eldri lánum. Ljóst er að mjög erfiðlega hefur gengið að fá erlend lán til landsins. Þau lánsloforð sem fengist hafa eru í sumum tilfellum beint eða óbeint háð því skilyrði að Icesave deilan leysist eða eru til fyrirtækja sem að mestu starfa erlendis. Á endurfjármögnun eldri lána reynir þegar á þessu ári. Afborganir og vextir af erlendum lánum nema umtalsverðum fjárhæðum. Töf á lausn Icesave deilunnar mun einnig hafa áhrif á afléttingu gjaldeyrishaftanna. Slík töf hefur frekari neikvæð áhrif á möguleika okkar til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í hér á landi því að á meðan gjaldeyrishöftin eru við líði þá eru takmörk á því að þeir geti tekið eignir sínar til sín í erlendri mynt. Hagdeild ASÍ hefur reynt að leggja mat á það hvaða fjárhæðum það skilaði ef tækist að auka fjárfestingar og fá þannig hjól efnahags- og atvinnulífsins til að snúast hraðar. Til mikils er að vinna því að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 milljarða. Takist að hrinda þeim fjárfestingaráformum sem nú er unnið að á vettvangi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í framkvæmd myndi það hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu- og efnahagslífið. Draga myndi úr atvinnuleysi, hagvöxtur myndi aukast sem skilað gæti auknum verðmætum sem nema um 120 milljörðum fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. Ljóst er að stór hluti þessara fjárfestinga ráðast af því hvort að okkur takist að tryggja okkur lánsfé á erlendum mörkuðum.
Icesave Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Sjá meira