Karim Benzema mun mögulega missa af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í vináttulandsleik Frakklands og Króatíu fyrr í vikunni.
Liðin skildu jöfn í markalausum leik en Benzema fór af velli á 75. mínútu. Laurent Blanc, landsliðsþjálfari Frakka, sagði eftir leik að Benzema hefði fundið fyrir óþægindum í lærinu.
Hann hefur skroað átta mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Real Madrid og er ólíklegt að hann spili með liðinu gegn Sporting Gijon í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.
Leikurinn við Tottenham fer fram í næstu viku.
Benzema tæpur fyrir leikinn gegn Tottenham
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
