Gyrðir: Frelsið mikilvægast listamönnum Símon Örn Birgisson skrifar 12. apríl 2011 20:15 Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Milli Trjánna en tilkynnt var um verðlaunin í Osló í morgun. Gyrðir mun taka á móti verðlaununum á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember og segir þetta stóran dag í sínu lífi.En hvað er það við bókina Milli trjánna sem hlýtur bókmenntaverðlaunin í ár? „Ég geri mér varla grein fyrir því. Finnst hún ekki frábrugðin öðrum smásagnasöfnum mínum eða öðrum bókum þannig. Það er í raun erfitt fyrir mig að segja til um það."Komu verðlaunin þér á óvart? „Já, já. Ég segi það bara eins og það," segir Gyrðir sem hafði ekki fyrir því að fara út í dag þegar tilkynnt var um verðlaunahafann. "Ég var bara að hugsa um allt aðra hluti og búinn að afskrifa þetta alveg."Hverjar eru skoðanir þínar á verðlaunum í listum? „Ég held nú að höfundar hafi tvíbentar skoðanir á svona verðlaunum. Þau hafa plúsa og mínusa. Þau koma sér vel og allt það. En svo getur þetta líka tekið tíma frá því að skrifa. Ég allavega vona að þetta muni ekki breyta mikið daglegri rútínu minni þegar fram líða stundir," segir Gyrðir. Gyrðir segir sinn helsta gagnrýnanda vera hann sjálfur. „Fyrst og síðast er það maður sjálfur sem tekur ákvörðun um hvað fer frá manni. En ég hef alltaf haft fullt frelsi frá mínum útgefendum um hvað ég vinn og tek mér fyrir hendur og hvernig ég skrifa."Heldurðu að rithöfundar í dag hafi nægilegt frelsi? „Það hefur verið erfitt fjárhagslega fyrir menn að helga sig listum á Íslandi. Og það verður sífellt erfiðara. Maður veit varla hvernig framhaldið verður á slíku ef ástandið heldur áfram að vera eins og það er í dag. En það er mjög mikilvægt að það sé hópur manna á landinu sem hefur tækifæri til að sinna list sinni og ég held að menn myndu sakna þess ef allar listir dyttu út þá myndu menn sjá hvers þeir hafa misst við." Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Milli Trjánna en tilkynnt var um verðlaunin í Osló í morgun. Gyrðir mun taka á móti verðlaununum á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember og segir þetta stóran dag í sínu lífi.En hvað er það við bókina Milli trjánna sem hlýtur bókmenntaverðlaunin í ár? „Ég geri mér varla grein fyrir því. Finnst hún ekki frábrugðin öðrum smásagnasöfnum mínum eða öðrum bókum þannig. Það er í raun erfitt fyrir mig að segja til um það."Komu verðlaunin þér á óvart? „Já, já. Ég segi það bara eins og það," segir Gyrðir sem hafði ekki fyrir því að fara út í dag þegar tilkynnt var um verðlaunahafann. "Ég var bara að hugsa um allt aðra hluti og búinn að afskrifa þetta alveg."Hverjar eru skoðanir þínar á verðlaunum í listum? „Ég held nú að höfundar hafi tvíbentar skoðanir á svona verðlaunum. Þau hafa plúsa og mínusa. Þau koma sér vel og allt það. En svo getur þetta líka tekið tíma frá því að skrifa. Ég allavega vona að þetta muni ekki breyta mikið daglegri rútínu minni þegar fram líða stundir," segir Gyrðir. Gyrðir segir sinn helsta gagnrýnanda vera hann sjálfur. „Fyrst og síðast er það maður sjálfur sem tekur ákvörðun um hvað fer frá manni. En ég hef alltaf haft fullt frelsi frá mínum útgefendum um hvað ég vinn og tek mér fyrir hendur og hvernig ég skrifa."Heldurðu að rithöfundar í dag hafi nægilegt frelsi? „Það hefur verið erfitt fjárhagslega fyrir menn að helga sig listum á Íslandi. Og það verður sífellt erfiðara. Maður veit varla hvernig framhaldið verður á slíku ef ástandið heldur áfram að vera eins og það er í dag. En það er mjög mikilvægt að það sé hópur manna á landinu sem hefur tækifæri til að sinna list sinni og ég held að menn myndu sakna þess ef allar listir dyttu út þá myndu menn sjá hvers þeir hafa misst við."
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira