Innlent

Mannlíf að komast í fyrra horf

Frá Kirkjubæjarklaustri í fyrradag. Myndina tók Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis.
Frá Kirkjubæjarklaustri í fyrradag. Myndina tók Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis.
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Eskifirði ákveðið að færa viðbúnað almannavarna vegna eldgossins í Grímsvötnum af neyðarstigi niður á hættustig. Mjög hefur dregið úr virkni í eldstöðinni þótt ekki sé hægt að útiloka að gosið taki sig upp aftur. Hreinsunarstörf hafa gengið vel í dag.

 

Á Kirkjubæjarklaustri þar sem öskufall var hvað mest, er mannlíf að færast til fyrra horfs. Sumir segja að húsin í þorpinu hafi jafnvel aldrei verið eins hrein og þau eru í dag.  Slökkviliðsmenn úr Skaftárhreppi hafa verið við hreinsunarstörf ásamt 29 öðrum slökkviliðsmönnum, annars staðar af á landinu og haft tíu dælubíla til umráða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×