Landslið Spánverja skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í átta-liða úrslit en með naumindum þó. Spánverjar höfðu sigur á Suður-Kóreu í bráðabana í vítaspyrnukeppni í gær eftir markalaust jafntefli. Allir leikirnir í 16-liða úrslitum fóru eftir bókinni.
Frammistaða Suður-Kóreu gegn Spánverjum í gær kom flestum í opna skjöldu. Spánverjar rúlluðu upp sínum riðli á meðan Suður-Kórea vann aðeins einn leik og komst áfram sem eitt fjögurra liða með bestan árangur í þriðja sæti síns riðils.
Vítaspyrnukeppni var dramatísk í meira lagi og þurfti hvor þjóð að spyrna níu sinnum áður en úrslitin réðust. Hægt er að horfa á vítaspyrnukeppnina í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Önnur úrslit
Nígería 1-0 England
Brasiía 3-0 Saudi Arabía
Frakkland 1-0 Ekvador
Argentína 2-1 Egyptaland
Portúgal 1-0 Guatemala
Mexíkó 1-1 Kamerún
-Mexíkó hafði sigur eftir vítaspyrnukeppni
Viðureignirnar í átta liða úrslitumLaugardagur 13. ágúst
Portúgal - Argentína
Mexíkó - Kólumbía
Sunnudagur 14. ágúst
Frakkland - Nígería
Brasilía - Spánn
Heimsmeistaramótið er í beinni útsendingu á Eurosport á Fjölvarpinu.
Heimsmeistaramót U20 ára landsliða fer fram annað hvert ár. 24 þjóðir öðlast þátttökurétt á mótinu. Efstu sex þjóðirnar á EM U19 ára landsliða árið á undan tryggja sér sæti á HM U20. Íslenska landsliðið lenti í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppni EM U19 ára og komst ekki áfram í umspil um sæti í lokakeppni EM.
Spánverjar í vandræðum á HM í Kólumbíu - lítið um óvænt úrslit
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn


Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti



Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti


