Körfubolti

Jón Arnór vann Hauk Helga í æfingaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Vilhelm
Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson mættust í fyrsta sinn á Spáni í gærkvöldi þegar lið þeirra CAI Zaragoza og Manresa spiluðu æfingaleik á heimavelli Manresa. Zaragoza, lið Jóns Arnórs, hafði betur 75-63 eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann 28-9. Liðin eru að undirbúa sig fyrir ACB-deildina sem hefst eftir sex vikur.

Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig fyrir Zaragoza í leiknum en Haukur Helgi lét sér nægja að setja niður eitt vítaskot. Þeir komu báðir inn af bekknum hjá sínum liðum.

Manresa var 54-47 yfir fyrir lokaleikhlutann en Zaragoza-liðið skoraði þá 23 stig í röð og lagði grunninn að þessum sigri með frábærri spilamennsku í vörn og sókn í lokaleikhlutanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×