Körfubolti

Helena spilar í þröngum búningi í vetur og verður númer 24

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Mynd/Nordic Photos/Getty
Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska liðinu Dobri Anjeli Kosice hýsa æfingamót þessa dagana þar sem taka þátt lið frá Slóvakíu, Póllandi, Rúmeníu og Ungverjalandi. Þetta eru fyrstu leikir Helenu með liðinu og fyrstu leikir hennar sem atvinnumaður í körfubolta.

Helena verður ekki númer 4 eins og hjá Haukum og TCU eða númer 14 eins og hjá íslenska landsliðinu. Hún mun spila í treyju númer 24 með liði Dobri Anjeli. Athygli vekur að búningar liðsins eru mjög þröngir eins og þekkt er í blakheiminun en slíkir búningar eru ekki algengir í kvennakörfuboltanum.

Helena var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum með Dobri Anjeli Kosice þar sem liðið vann sannfærandi 76-33 sigur á rúmenska liðinu Icim Arad.

Helena hefur undanfarin fjögur ár spilað með TCU í bandaríska háskólaboltanum en samdi við slóvakíska Euroleague liðið síðasta vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×