
Hvað höfum við lært
Ef við skoðum þróunina frá síðustu niðursveiflu, 2001-2002, þá liggur fyrir hvaða þættir kynntu mest undir ofris og fall hagkerfisins, 2003-2008. Þetta eru sömu þættir og hafa áður valdið kollsteypum á Íslandi.
1.
Peningastefna sem ýtti undir erlenda lántöku, vaxtamunaviðskipti, og útþenslu fjármálakerfisins. Íslenska krónan styrktist alltof mikið, og niðurgreiddi því neyslu og innflutning fjárfestingavara, á meðan raunhagkerfið þjáðist vegna skekktrar samkeppnisstöðu. Á þessum árum jók Seðlabanki Íslands peningamagn í umferð um að meðaltali 40% á hverju ári, sem leiddi af sér eignabólu.
2.
Útgjöld hins opinbera tvöfölduðust á tímanum. Í stað þess að rifa seglin, 2003-2008, þá ákváðu stjórnvöld að keyra áfram á fullri ferð með meiri útþenslu en sást í nokkru þróuðu ríki.
3.
Ríkisrekin uppbygging stóriðju, sem hafði í för með sér fjárfestingu og innspýtingu í hagkerfið upp á 25% af þjóðarframleiðslu, átti sér stað á einungis 5 árum, þrýsti mjög á raunhagkerfið og ýtti enn frekar undir þenslu.
4.
Samrekstur viðskipta-og fjárfestingabanka, með öðrum orðum sparisjóðs og spilavítis, náði nýjum hæðum og hagkerfið sló heimsmet í stærð fjármálakerfis, sem náði að verða 10 föld þjóðarframleiðsla.
Þegar stóriðjuframkvæmdum lauk, sem varð á sama tíma og þrengdi mjög að alþjóðlegum fjármálamörkuðum, hvarf innstreymi í krónuna á augabragði, og alger viðsnúningur varð í fjármagnsflutningum. Bankarnir, Seðlabankinn og stjórnvöld voru algerlega berskjölduð fyrir þessum snöggu breytingum, þó að hættumerki og viðvaranir hefðu verið áberandi um nokkurt skeið.
Það er einfalt að laga þessi 4 atriði. Upptaka nýrrar myntar þarf ekki að taka meiri tíma en nokkrar vikur. Ítarlega hefur verið fjallað um einhliða upptöku eða gjaldmiðlasamstarf við t.d. Kanada og slíkir kostir eru í boði.
Setja á takmörk á hallarekstur hins opinbera og inngrip þess í hagkerfið. Keynes sagði sjálfur að þegar hið opinbera væri farið að taka meira en 25% af hagkerfinu, á Íslandi í dag er það nær 50%, þá væri til einskins að auka útgjöld hins opinbera, heldur ætti alltaf að minnka umsvifin.
Ekkert hagkerfi ræður við 25% fjárfestingu á örfáum árum einsog gerðist í kringum virkjun Kárahnjúka og tengda stóriðju. Þar við bætist að arðsemi verkefnisins er engin, því miður. Ríkið er ekki rétti aðilinn til að hagnýta tækifæri á hagkvæman hátt. Ríkið skapar aldrei varanlegan hagvöxt, það gerir einkaframtakið.
Allur heimurinn á nú í vandræðum vegna samreksturs viðskipta- og fjárfestingabanka. Það telst seint vera kapítalismi að ríkið tryggi ákveðna atvinnugrein, það er frekar sósíalismi. Þar sem nær allt íslenskt bankakerfi er nú í eigu erlendra spákaupmanna, þ.e. núverandi kröfuhafa gömlu bankanna, er hægur vandi að klippa á þennan hættulega samrekstur.
Það er nauðsynlegt að breyta þessum 4 þáttum ef á að tryggja að ekki verði lagt upp í aðra kollsteypu. Að þessum einföldu breytingum loknum mun hagkerfið skapa þjóðinni sjálfbær lífsskilyrði í fremstu röð.
Tengdar fréttir

Hvað tókst vel í bankahruninu?
Tímabært er að svara þessari spurningu nú eftir að sameiginlegri björgunaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og þrjú ár eru liðin frá bankahruninu. Spurningin sjálf hefði þótt undarleg skömmu eftir áfallið þegar örvæntingin og reiðin réðu ríkjum. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem þá fór úrskeiðis en síður sagt frá því sem vel var gert.

Þegar allt breyttist
Fimmtudaginn 25. september 2008, daginn sem Glitnismenn gengu á fund Seðlabanka Íslands til að leita eftir aðstoð ríkisins við fjármögnunarvanda bankans, eignaðist ég son. Fundur þessi markaði á vissan hátt upphaf örlagaríkrar atburðarrásar sem margir hafa lýst sem hvirfilbyl, holskeflu…eða sem upphafinu að íslenska bankahruninu.

Höfum við lært eitthvað?
Hvað höfum við lært af hruni efnahags landsins haustið 2008 og af áhrifum þess á íslenskt samfélag? Hvað hefur breyst og hvaða umbótum höfum við náð fram? Á síðastliðnum þremur árum höfum við farið í umfangsmiklar og nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum, skorið niður kostnað við þjónustu ríkisins, sameinað stofnanir og verkefni, hagrætt og varið velferðarþjónustuna eins og mögulegt er við þessar erfiðu aðstæður.
Skoðun

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar