Sigfús: Þarf bara að taka aðeins af varaforðanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2011 08:45 Sigfús Sigurðsson. Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Þetta er ekki neitt neitt. Ég snéri mig og þegar maður er kominn á þennan aldur þá er þetta allt miklu viðkvæmara en hjá ungu strákunum. Þetta var bara vont," sagði Sigfús um meiðslin sín. „Þetta var búið að ganga ágætlega. Vörnin var að standa fínt og sóknin var að skila sínu. Það kom bara maður í manns stað og svoleiðis á þetta að vera," sagði Sigfús. „Ég tek þetta bara skref fyrir skref. Fyrst þarf ég að koma sjálfum mér í stand og síðan verðum við bara að bíða og sjá hvort að það dugi fyrir landsliðið," sagði Sigfús. Valsmenn tóku enga áhættu og Sigfús kom ekkert meira við sögu. „Ég var teipaður í hálfleik og fór í sokkinn og skóna ef að það skyldi þurfa en það þurfti ekkert því þeir voru flottir strákarnir. Liðsheildin vann þetta þótt að Anton, Stutla og Maggi hafi verið að spila frábærlega sóknarlega. Það voru aðrir að opna fyrir þá og þeir voru að nýta færin rosalega vel. Við spiluðum upp á heitu mennina og það virkaði rosalega vel," sagði Sigfús. „Það eru búnir að vera jafnir leikir sem við höfum tapað eins og á móti Fram hérna heima, leikurinn fyrir norðan og leikurinn út á Nesi. Þetta eru leikir sem við áttum að vinna en einhvern veginn tókst okkur að klúðra því.Við erum núna komnir með tvo sigurleiki í röð í deildinni plús sigur í bikarnum og ég sé ekki annað en að þetta sé svolítið bjart hjá okkur," segir Sigfús. „Við erum með mjög gott lið og ég býð nú ekki í það hvernig það verður eftir jólafrí og pásuna þegar Valdimar og Andri Stefán koma inn. Þá verður það ennþá betra," segir Sigfús en hvað með hann sjálfan? „Ég er í ágætisformi en þarf bara aðeins að taka af varadekkinu eða varaforðanum eins og maður segir. Það kemur allt saman. Það hefur áður verið pressa á manni að vera í formi, bæði frá landsliðinu og þegar ég var að spila erlendis á Þýskalandi og Spáni. Þá var alltaf pressa á manni að vera í formi og ef að maður ætlar að gera eitthvað hérna heima í deildinni þá þarf maður að vera í formi," sagði Sigfús. „Ég ætla að koma mér í betra stand. Númer eitt, tvö og þrjú er það fyrir sjálfan mig, síðan kemur Valur þar á eftir og svo landsliðið þar á eftir. Ef að það gengur upp að ég komist í landsliðið þá er það frábært. Þá fengi maður þriðja tækifærið," sagði Sigfús og skellihló. „Það verður bara að taka þetta skref fyrir skref og einn dag í einu. Við sjáum hvað það leiðir," sagði Sigfús að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Þetta er ekki neitt neitt. Ég snéri mig og þegar maður er kominn á þennan aldur þá er þetta allt miklu viðkvæmara en hjá ungu strákunum. Þetta var bara vont," sagði Sigfús um meiðslin sín. „Þetta var búið að ganga ágætlega. Vörnin var að standa fínt og sóknin var að skila sínu. Það kom bara maður í manns stað og svoleiðis á þetta að vera," sagði Sigfús. „Ég tek þetta bara skref fyrir skref. Fyrst þarf ég að koma sjálfum mér í stand og síðan verðum við bara að bíða og sjá hvort að það dugi fyrir landsliðið," sagði Sigfús. Valsmenn tóku enga áhættu og Sigfús kom ekkert meira við sögu. „Ég var teipaður í hálfleik og fór í sokkinn og skóna ef að það skyldi þurfa en það þurfti ekkert því þeir voru flottir strákarnir. Liðsheildin vann þetta þótt að Anton, Stutla og Maggi hafi verið að spila frábærlega sóknarlega. Það voru aðrir að opna fyrir þá og þeir voru að nýta færin rosalega vel. Við spiluðum upp á heitu mennina og það virkaði rosalega vel," sagði Sigfús. „Það eru búnir að vera jafnir leikir sem við höfum tapað eins og á móti Fram hérna heima, leikurinn fyrir norðan og leikurinn út á Nesi. Þetta eru leikir sem við áttum að vinna en einhvern veginn tókst okkur að klúðra því.Við erum núna komnir með tvo sigurleiki í röð í deildinni plús sigur í bikarnum og ég sé ekki annað en að þetta sé svolítið bjart hjá okkur," segir Sigfús. „Við erum með mjög gott lið og ég býð nú ekki í það hvernig það verður eftir jólafrí og pásuna þegar Valdimar og Andri Stefán koma inn. Þá verður það ennþá betra," segir Sigfús en hvað með hann sjálfan? „Ég er í ágætisformi en þarf bara aðeins að taka af varadekkinu eða varaforðanum eins og maður segir. Það kemur allt saman. Það hefur áður verið pressa á manni að vera í formi, bæði frá landsliðinu og þegar ég var að spila erlendis á Þýskalandi og Spáni. Þá var alltaf pressa á manni að vera í formi og ef að maður ætlar að gera eitthvað hérna heima í deildinni þá þarf maður að vera í formi," sagði Sigfús. „Ég ætla að koma mér í betra stand. Númer eitt, tvö og þrjú er það fyrir sjálfan mig, síðan kemur Valur þar á eftir og svo landsliðið þar á eftir. Ef að það gengur upp að ég komist í landsliðið þá er það frábært. Þá fengi maður þriðja tækifærið," sagði Sigfús og skellihló. „Það verður bara að taka þetta skref fyrir skref og einn dag í einu. Við sjáum hvað það leiðir," sagði Sigfús að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti