Lánshæfiseinkunn Japan lækkar í fyrsta sinn í níu ár 28. janúar 2011 12:26 Hið alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtæki Standard & Poors (S&P) hefur lækkaði lánshæfiseinkunnir japanska ríkisins um eitt þrep fyrir langtímaskuldbindingar, þ.e. úr AA í AA-. Er þetta í fyrsta sinn í níu ár sem fyrirtækið lækkar lánshæfiseinkunnir Japans. Að sögn fyrirtækisins kemur aðgerðin í kjölfar gríðarlegrar skuldasöfnunar ríkissjóðs þar í landi og telur S&P jafnframt að yfirvöld þar í landi skorti áætlun um það hvernig þau ætli að takast á við vaxandi skuldavanda þjóðarinnar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ljóst sé að vaxandi skuldasöfnun þróaðra ríkja er að orðið að einu helsta vandamáli þeirra og hefur það oftar en ekki verið meginástæðan að baki þess að lánshæfismat þeirra hefur verið lækkað og/eða skuldatryggingarálag þeirra hækkað. Sem kunnugt er þá eru mörg nýleg dæmi um þetta, þ.e. að lánshæfismat þróaðra ríkja sé lækkað vegna áhyggja matsfyrirtækja af skuldastöðu þeirra og má hér nefna mat Grikklands, Spánar, Portúgals og Írlands. Svo virðist sem að þessi aðgerð S&P í gær hafi ekki haft mikil áhrif á mat markaðsaðila um líkur þess að japanska ríkið kæmi til með að lenda í vanskilum eða í greiðsluþroti með skuldbindingar sínar. Þannig stóð skuldatryggingarálag japanska ríkisins til fimm ára í lok gærdagsins samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnveitunni í 83 punktum (0,83%) og hafði það mjakast lítillega upp á við frá deginum áður en þá stóð það í 80 punktum. Í raun var þróunin á skuldatryggingarálagi þess til eins árs í öfuga átt miðað við sem búast hefði mátt við, þ.e. það lækkaði í 25 punkta úr 29 punktum á sama tíma. Skuldahlutfall Japanska ríkisins er eitt hið hæsta sem um getur í heiminum um þessar mundir og slær það jafnframt hlutfallinu hér á landi við. Í nýlegri skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD sem birt var í nóvember síðastliðnum áætlar stofnunin að skuldir japanska ríkisins hafi samsvarað 198% af vergri landsframleiðslu (VLF) á síðasta ári sem er hið mesta sem um getur á meðal OECD ríkja. OECD áætlar að þetta hlutfall á Íslandi hafi verið um 125% af VLF sem er fjórða hæsta hlutfallið á meðal OECD-ríkja, en hlutfallið á Ítalíu og Grikklandi er aðeins hærra. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hið alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtæki Standard & Poors (S&P) hefur lækkaði lánshæfiseinkunnir japanska ríkisins um eitt þrep fyrir langtímaskuldbindingar, þ.e. úr AA í AA-. Er þetta í fyrsta sinn í níu ár sem fyrirtækið lækkar lánshæfiseinkunnir Japans. Að sögn fyrirtækisins kemur aðgerðin í kjölfar gríðarlegrar skuldasöfnunar ríkissjóðs þar í landi og telur S&P jafnframt að yfirvöld þar í landi skorti áætlun um það hvernig þau ætli að takast á við vaxandi skuldavanda þjóðarinnar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ljóst sé að vaxandi skuldasöfnun þróaðra ríkja er að orðið að einu helsta vandamáli þeirra og hefur það oftar en ekki verið meginástæðan að baki þess að lánshæfismat þeirra hefur verið lækkað og/eða skuldatryggingarálag þeirra hækkað. Sem kunnugt er þá eru mörg nýleg dæmi um þetta, þ.e. að lánshæfismat þróaðra ríkja sé lækkað vegna áhyggja matsfyrirtækja af skuldastöðu þeirra og má hér nefna mat Grikklands, Spánar, Portúgals og Írlands. Svo virðist sem að þessi aðgerð S&P í gær hafi ekki haft mikil áhrif á mat markaðsaðila um líkur þess að japanska ríkið kæmi til með að lenda í vanskilum eða í greiðsluþroti með skuldbindingar sínar. Þannig stóð skuldatryggingarálag japanska ríkisins til fimm ára í lok gærdagsins samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnveitunni í 83 punktum (0,83%) og hafði það mjakast lítillega upp á við frá deginum áður en þá stóð það í 80 punktum. Í raun var þróunin á skuldatryggingarálagi þess til eins árs í öfuga átt miðað við sem búast hefði mátt við, þ.e. það lækkaði í 25 punkta úr 29 punktum á sama tíma. Skuldahlutfall Japanska ríkisins er eitt hið hæsta sem um getur í heiminum um þessar mundir og slær það jafnframt hlutfallinu hér á landi við. Í nýlegri skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD sem birt var í nóvember síðastliðnum áætlar stofnunin að skuldir japanska ríkisins hafi samsvarað 198% af vergri landsframleiðslu (VLF) á síðasta ári sem er hið mesta sem um getur á meðal OECD ríkja. OECD áætlar að þetta hlutfall á Íslandi hafi verið um 125% af VLF sem er fjórða hæsta hlutfallið á meðal OECD-ríkja, en hlutfallið á Ítalíu og Grikklandi er aðeins hærra.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur