Fjórði hver danskur banki fallinn í kreppunni 7. febrúar 2011 19:30 Það er svipuð staða komin upp í danska bankageiranum og laginu um Tíu litla negrastráka. Einn af öðrum hafa þeir horfið bakvið móðuna miklu undanfarin ár. Frá árinu 2007 þegar fjármálakreppan hófst hefur fjórði hver banki í Danmörku hætt rekstri eða sameinast öðrum banka. Í frétt um málið á vefsíðunni business.dk segir að dönskum bönkum og sparisjóðum hafi fækkað um 37 frá árinu 2007. Það ár voru þeir 159 talsins en í dag eru þeir 121 talsins. Þetta er fækkun upp á yfir 23% að því er segir í tölum frá danska fjármálaeftirlitinu. Að öllum líkindum mun dönskum bönkum halda áfram að fækka í náinni framtíð að því er segir á business.dk. Ástæðan er einfaldlega sú að þrátt fyrir framangreinda fækkun banka er Danmörk enn það land í heiminum sem hefur flesta banka miðað við höfðatölu. Peter Straarup bankastjóri Danske Bank hefur áður sagt að eðlilegt væri að um 60 bankar væru til staðar í landinu eða helmingi færri en þeir eru í dag. Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það er svipuð staða komin upp í danska bankageiranum og laginu um Tíu litla negrastráka. Einn af öðrum hafa þeir horfið bakvið móðuna miklu undanfarin ár. Frá árinu 2007 þegar fjármálakreppan hófst hefur fjórði hver banki í Danmörku hætt rekstri eða sameinast öðrum banka. Í frétt um málið á vefsíðunni business.dk segir að dönskum bönkum og sparisjóðum hafi fækkað um 37 frá árinu 2007. Það ár voru þeir 159 talsins en í dag eru þeir 121 talsins. Þetta er fækkun upp á yfir 23% að því er segir í tölum frá danska fjármálaeftirlitinu. Að öllum líkindum mun dönskum bönkum halda áfram að fækka í náinni framtíð að því er segir á business.dk. Ástæðan er einfaldlega sú að þrátt fyrir framangreinda fækkun banka er Danmörk enn það land í heiminum sem hefur flesta banka miðað við höfðatölu. Peter Straarup bankastjóri Danske Bank hefur áður sagt að eðlilegt væri að um 60 bankar væru til staðar í landinu eða helmingi færri en þeir eru í dag.
Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent