H&M í viðræðum um að opna tvær búðir á Íslandi 8. febrúar 2011 10:30 Framkvæmdir standa yfir í fyrrverandi húsnæði Sautján á Laugavegi 89. Hugsanlegt er að H&M verði með bækistöðvar þar í framtíðinni. Mynd/GVA „Við horfum til þess með miklum vonaraugum að fá svona öfluga verslun inn í miðborgina. Hún myndi gjörbreyta umhverfinu á efsta hluta Laugavegarins sem er akkúrat það sem á þarf að halda núna," segir miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Á næstunni ræðst hvort sænska fatakeðjan H&M opnar útibú hér á landi. Eitt skilyrðanna fyrir því að fyrirtækið komi hingað er að það geti opnað tvær verslanir. Viðræður eru uppi um að önnur verslunin verði þar sem Sautján var til húsa á Laugavegi 89. Hin yrði hugsanlega í Smáralind. Ásgeir Bolli Kristinsson í Sautján vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Ég er búinn að verja töluverðum tíma sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar okkar í að útvega Hennes & Mauritz upplýsingar um hverfið sem þeir eru að horfa til, efsta hluta Laugavegarins, bílastæða, fjölda verslana í kring og hverslags verslanir það eru. Þeir eru að skoða þetta mál í fullri alvöru," segir Jakob Frímann og bætir við að H&M hafi einnig skoðað bæði Kringluna og Smáralind, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Meiri líkur eru taldar á því að verslunin fái inni í Smáralind eins og staðan er í dag. Fatakeðjan er í viðræðum um að opna tvær verslanir hér á landi. Í síðasta mánuði ræddi Fréttablaðið við Håkan Andersson hjá fjölmiðladeild H&M og hann sagði ekkert í plönunum um að opna hér verslun. Sagði hann að það væri einungis orðrómur og ekkert væri staðfest. „Það er auðvitað ekkert óeðlilegt við að einhver upplýsingafulltrúi viti ekki af öllum þeim þreifingum og samningaviðræðum sem eru búnar að vera í gangi," segir Jakob. Spurður um líkurnar á því að H&M komi til Íslands segir hann: „Það er erfitt að meta það en ég held að það geti brugðið til beggja vona. En ég er að eðlisfari bjartsýnn maður. Ég held að Íslendingar hljóti að eiga heimsmet miðað við höfðatölu í kaupum á varningi frá Hennes & Mauritz, þannig að þessi 330 þúsund manna þjóð hagar sér að sumu leyti eins og þriggja milljóna þjóð þrátt fyrir hrun." Jakob segir stutt í að Svíarnir taki ákvörðun og krossleggur fingur rétt eins fjöldi annarra Íslendinga. „Þangað til skulum við senda þeim okkar sterkustu strauma og vinarþel hinnar gestrisnu þjóðar." freyr@frettabladid.is Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
„Við horfum til þess með miklum vonaraugum að fá svona öfluga verslun inn í miðborgina. Hún myndi gjörbreyta umhverfinu á efsta hluta Laugavegarins sem er akkúrat það sem á þarf að halda núna," segir miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Á næstunni ræðst hvort sænska fatakeðjan H&M opnar útibú hér á landi. Eitt skilyrðanna fyrir því að fyrirtækið komi hingað er að það geti opnað tvær verslanir. Viðræður eru uppi um að önnur verslunin verði þar sem Sautján var til húsa á Laugavegi 89. Hin yrði hugsanlega í Smáralind. Ásgeir Bolli Kristinsson í Sautján vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Ég er búinn að verja töluverðum tíma sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar okkar í að útvega Hennes & Mauritz upplýsingar um hverfið sem þeir eru að horfa til, efsta hluta Laugavegarins, bílastæða, fjölda verslana í kring og hverslags verslanir það eru. Þeir eru að skoða þetta mál í fullri alvöru," segir Jakob Frímann og bætir við að H&M hafi einnig skoðað bæði Kringluna og Smáralind, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Meiri líkur eru taldar á því að verslunin fái inni í Smáralind eins og staðan er í dag. Fatakeðjan er í viðræðum um að opna tvær verslanir hér á landi. Í síðasta mánuði ræddi Fréttablaðið við Håkan Andersson hjá fjölmiðladeild H&M og hann sagði ekkert í plönunum um að opna hér verslun. Sagði hann að það væri einungis orðrómur og ekkert væri staðfest. „Það er auðvitað ekkert óeðlilegt við að einhver upplýsingafulltrúi viti ekki af öllum þeim þreifingum og samningaviðræðum sem eru búnar að vera í gangi," segir Jakob. Spurður um líkurnar á því að H&M komi til Íslands segir hann: „Það er erfitt að meta það en ég held að það geti brugðið til beggja vona. En ég er að eðlisfari bjartsýnn maður. Ég held að Íslendingar hljóti að eiga heimsmet miðað við höfðatölu í kaupum á varningi frá Hennes & Mauritz, þannig að þessi 330 þúsund manna þjóð hagar sér að sumu leyti eins og þriggja milljóna þjóð þrátt fyrir hrun." Jakob segir stutt í að Svíarnir taki ákvörðun og krossleggur fingur rétt eins fjöldi annarra Íslendinga. „Þangað til skulum við senda þeim okkar sterkustu strauma og vinarþel hinnar gestrisnu þjóðar." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira