Goldman Sachs hættir við Facebooksölu 18. janúar 2011 09:41 Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið. Financial Times fjallar um málið og þar er vitnað í tilkynningu frá Goldman Sachs um að fjölmiðlaumfjöllunin stríði gegn lögum um verðbréfaviðskipti í Bandaríkjunum þar sem um einkasölu á hlutum í Facebook er að ræða. Þótt bandarískir viðskiptavinir bankans missi þannig af þessu tækifæri, og eru víst síður en svo hrifnir af því, mun Goldman Sachs bjóða viðskiptavinum sínum í öðrum löndum hlutdeild í fjárfestingunni. Þessi ákvöðrun Goldman Sachs vekur furðu margra. Financial Times ræðir við Harvey Pitt fyrrum forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins um málið. Pitt segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að kaup Goldman Sachs á hlut í Facebook myndu vekja mikla athygli fjölmiðla. Því var betur heima setið en af stað farið með tilboðið til viðskiptavinanna. Málið muni örugglega skaða samband bankans við viðskiptavini sína að mati Pitt. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið. Financial Times fjallar um málið og þar er vitnað í tilkynningu frá Goldman Sachs um að fjölmiðlaumfjöllunin stríði gegn lögum um verðbréfaviðskipti í Bandaríkjunum þar sem um einkasölu á hlutum í Facebook er að ræða. Þótt bandarískir viðskiptavinir bankans missi þannig af þessu tækifæri, og eru víst síður en svo hrifnir af því, mun Goldman Sachs bjóða viðskiptavinum sínum í öðrum löndum hlutdeild í fjárfestingunni. Þessi ákvöðrun Goldman Sachs vekur furðu margra. Financial Times ræðir við Harvey Pitt fyrrum forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins um málið. Pitt segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að kaup Goldman Sachs á hlut í Facebook myndu vekja mikla athygli fjölmiðla. Því var betur heima setið en af stað farið með tilboðið til viðskiptavinanna. Málið muni örugglega skaða samband bankans við viðskiptavini sína að mati Pitt.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira