Allt í hnút - staða og horfur eftir þjóðaratkvæði Jón Sigurðsson skrifar 11. apríl 2011 00:00 Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2011: Hver er staðan sem upp er komin? Hverjar eru horfurnar?Breytt stjórnskipan: Hér er nú pólitískt virkur forseti og beint lýðræði að frjálsri ákvörðun hans hvenær sem hann ákveður.Kreppa í stjórnskipan: Engar hömlur eru á ákvörðun forseta, engar takmarkanir á fjármögnun kosningabaráttu fyrir þjóðaratkvæði eða ákvæði um lágmarksþátttöku kjósenda. Stjórnskipuleg staða Alþingis er í lausu lofti.Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál. Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti þegar á næstu vikum.Aðild Íslands að ESB verður ekki samþykkt hér án þess að Álandseyjaákvæði, Azoreyjaákvæði og Möltuákvæði verði afdráttarlaus í samningsfrumvarpi. Líklega hefur utanríkisráðuneytið ekki skilning á þessu, þannig að málið er gjörtapað hvort eð er.Þreyta og vonbrigði forystumanna ríkisstjórnarinnar eru beinlínis átakanleg. Stjórnin er bæði helsærð og helsjúk. Hún getur ekki skilað starfi en hefur ekki burði til að hrökklast frá heldur.Leiðtogar beggja stjórnarflokkanna heyja enn hetjulega baráttu við ofurefli innan húss sem utan. Nú bíða félagar þeirra bara eftir því að foringjarnir rými sætin. Fram undan er forystukreppa í báðum stjórnarflokkunum.Forystuflokkur stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðismenn, þarf að fá nokkra mánuði til að ná áttum og verða fær um að taka stjórnarábyrgð. Ekki er alveg ljóst hvaða stefna verður ofan á þar, hvort núverandi foringja tekst að semja um frið eða hverjir aðrir hirða forystusætin.Gjáin milli núverandi stjórnarflokka og forystu Framsóknarflokksins hefur breikkað og dýpkað. Líklega eiga Framsóknarmenn nú aðeins kost á að verða stoð við Sjálfstæðisflokkinn. Staða forystu Framsóknarmanna virðist mjög sterk innan flokks, en þó vekur furðu hve fáir virðast hafa tekið þátt í flokksþingi og kosningu formanns.Fram undan er þóf, tafir og streita í flestum þjóðmálum. Dómsmál um Icesave tekur nokkur ár og hvert ár kostar 30-40 milljarða króna til viðbótar við annað. Fram undan er endurmat og nýtt þóf um flesta viðskipta- og fjárfestingarkosti. Nokkra mánuði þarf til að endurmeta og endursemja um erlend lánamál.Óskynsamlegar skattabreytingar leggjast því ennþá þyngra á atvinnulífið og þar harðnar á dalnum. Áhrif á lánagreiðslur almennings, á atvinnuástand og laun fylgja þessu.Í grunni er íslenska þjóðfélagið sterkt, lýðræðið virkt og útflutningsgreinarnar öflugar. Veikleikar okkar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð. Hér er allt í hnút. Nú þarf alþingiskosningar sem allra fyrst til að höggva á hnútinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2011: Hver er staðan sem upp er komin? Hverjar eru horfurnar?Breytt stjórnskipan: Hér er nú pólitískt virkur forseti og beint lýðræði að frjálsri ákvörðun hans hvenær sem hann ákveður.Kreppa í stjórnskipan: Engar hömlur eru á ákvörðun forseta, engar takmarkanir á fjármögnun kosningabaráttu fyrir þjóðaratkvæði eða ákvæði um lágmarksþátttöku kjósenda. Stjórnskipuleg staða Alþingis er í lausu lofti.Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál. Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti þegar á næstu vikum.Aðild Íslands að ESB verður ekki samþykkt hér án þess að Álandseyjaákvæði, Azoreyjaákvæði og Möltuákvæði verði afdráttarlaus í samningsfrumvarpi. Líklega hefur utanríkisráðuneytið ekki skilning á þessu, þannig að málið er gjörtapað hvort eð er.Þreyta og vonbrigði forystumanna ríkisstjórnarinnar eru beinlínis átakanleg. Stjórnin er bæði helsærð og helsjúk. Hún getur ekki skilað starfi en hefur ekki burði til að hrökklast frá heldur.Leiðtogar beggja stjórnarflokkanna heyja enn hetjulega baráttu við ofurefli innan húss sem utan. Nú bíða félagar þeirra bara eftir því að foringjarnir rými sætin. Fram undan er forystukreppa í báðum stjórnarflokkunum.Forystuflokkur stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðismenn, þarf að fá nokkra mánuði til að ná áttum og verða fær um að taka stjórnarábyrgð. Ekki er alveg ljóst hvaða stefna verður ofan á þar, hvort núverandi foringja tekst að semja um frið eða hverjir aðrir hirða forystusætin.Gjáin milli núverandi stjórnarflokka og forystu Framsóknarflokksins hefur breikkað og dýpkað. Líklega eiga Framsóknarmenn nú aðeins kost á að verða stoð við Sjálfstæðisflokkinn. Staða forystu Framsóknarmanna virðist mjög sterk innan flokks, en þó vekur furðu hve fáir virðast hafa tekið þátt í flokksþingi og kosningu formanns.Fram undan er þóf, tafir og streita í flestum þjóðmálum. Dómsmál um Icesave tekur nokkur ár og hvert ár kostar 30-40 milljarða króna til viðbótar við annað. Fram undan er endurmat og nýtt þóf um flesta viðskipta- og fjárfestingarkosti. Nokkra mánuði þarf til að endurmeta og endursemja um erlend lánamál.Óskynsamlegar skattabreytingar leggjast því ennþá þyngra á atvinnulífið og þar harðnar á dalnum. Áhrif á lánagreiðslur almennings, á atvinnuástand og laun fylgja þessu.Í grunni er íslenska þjóðfélagið sterkt, lýðræðið virkt og útflutningsgreinarnar öflugar. Veikleikar okkar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð. Hér er allt í hnút. Nú þarf alþingiskosningar sem allra fyrst til að höggva á hnútinn.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun