Átök innan tískubransans Sara McMahon skrifar 20. apríl 2011 21:00 Fagstjórinn Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar LHÍ, segir menn greina á um hvernig koma eigi íslenskri fatahönnun á framfæri. fréttablaðið/vilhelm Linda Björg Árnadóttir segir að nám í fatahönnun sé fyrst og fremst listnám, ekki nám í vöruhönnun. Hún segir að fólk innan tískubransans sé ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands fer fram í Hafnarhúsinu á skírdag og munu tveir erlendir prófdómarar dæma lokaverkefni nemenda. Dómararnir eru Emily Harris sem starfar hjá Sonia Rykiel og hin danska Rikke Ruhwald sem hefur meðal annars unnið hjá Rykiel og Lacroix. Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar, telur mikilvægt að fá hingað hlutlausa aðila til að meta starfið sem fram fer við skólann. „Líkt og hjá öðrum hönnunarskólum er námið hjá okkur listnám og við erum að þjálfa fólk til að vinna á svokölluðu efsta stigi „prêt-à-porter" hönnunar. Árlega fáum við til okkar gestadómara, sem allir eru starfandi hjá bestu hönnunarhúsunum, til að dæma útskriftarverkefnin," segir Linda Björg og bætir við að árgangurinn í ár sé sérstaklega sterkur. Að hennar sögn er áberandi ágreiningur manna á milli innan íslenska tískubransans og fólk ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Því sé gott að fá hingað hlutlausa aðila til að dæma prófverkefni nemenda. „Ég hef meðal annars heyrt að nemendur okkar séu að hanna svo frumleg föt að það sé ekki hægt að ganga í þeim. Það fólk hefur greinilega litla þekkingu á fatahönnunarnámi því það er fyrst og fremst listnám og ekki nám í vöruframleiðslu. Þá þekkingu fá krakkarnir bæði í starfsnámi og starfi. Hér heima er mikið um að fólk hanni fatnað í „massaframleiðslu-gæðum" en kynni hana sem „prêt-à-porter", líkt og sumt af því sem sýnt var á RFF. Það má alls ekki rugla þessum tveimur mörkuðum saman, hönnun í „massaframleiðslu- gæðum" á að kynna á öðrum stöðum og á annan hátt," útskýrir Linda Björg. Útskriftarsýningin fer fram klukkan 20.00 í Listasafni Reykjavíkur. RFF Tíska og hönnun Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Linda Björg Árnadóttir segir að nám í fatahönnun sé fyrst og fremst listnám, ekki nám í vöruhönnun. Hún segir að fólk innan tískubransans sé ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands fer fram í Hafnarhúsinu á skírdag og munu tveir erlendir prófdómarar dæma lokaverkefni nemenda. Dómararnir eru Emily Harris sem starfar hjá Sonia Rykiel og hin danska Rikke Ruhwald sem hefur meðal annars unnið hjá Rykiel og Lacroix. Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar, telur mikilvægt að fá hingað hlutlausa aðila til að meta starfið sem fram fer við skólann. „Líkt og hjá öðrum hönnunarskólum er námið hjá okkur listnám og við erum að þjálfa fólk til að vinna á svokölluðu efsta stigi „prêt-à-porter" hönnunar. Árlega fáum við til okkar gestadómara, sem allir eru starfandi hjá bestu hönnunarhúsunum, til að dæma útskriftarverkefnin," segir Linda Björg og bætir við að árgangurinn í ár sé sérstaklega sterkur. Að hennar sögn er áberandi ágreiningur manna á milli innan íslenska tískubransans og fólk ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Því sé gott að fá hingað hlutlausa aðila til að dæma prófverkefni nemenda. „Ég hef meðal annars heyrt að nemendur okkar séu að hanna svo frumleg föt að það sé ekki hægt að ganga í þeim. Það fólk hefur greinilega litla þekkingu á fatahönnunarnámi því það er fyrst og fremst listnám og ekki nám í vöruframleiðslu. Þá þekkingu fá krakkarnir bæði í starfsnámi og starfi. Hér heima er mikið um að fólk hanni fatnað í „massaframleiðslu-gæðum" en kynni hana sem „prêt-à-porter", líkt og sumt af því sem sýnt var á RFF. Það má alls ekki rugla þessum tveimur mörkuðum saman, hönnun í „massaframleiðslu- gæðum" á að kynna á öðrum stöðum og á annan hátt," útskýrir Linda Björg. Útskriftarsýningin fer fram klukkan 20.00 í Listasafni Reykjavíkur.
RFF Tíska og hönnun Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“