Á að senda skattborgurunum reikninginn? Einar K. Guðfinnsson skrifar 12. maí 2011 07:00 Margt er sagt um skuldir sjávarútvegsins og því miður ýmislegt mjög ýkjukennt. Það er því einnar messu virði að skoða þau mál eilítið. Nú vill svo til að Hagstofan hefur nýverið birt gögn um þessar skuldir. Samkvæmt þeim voru nettóskuldir sjávarútvegsins 450 milljarðar króna í árslok 2009. Nauðsynlegt er að tala um nettóskuldir. Þá er búið að draga frá birgðir, sem geta verið mis miklar um áramót og skekkja myndina sé ekki tekið tillit til þeirra í samanburði. Þetta er ekki lág tala, en hún er óralangt frá þeim ýkjufréttum sem sagðar hafa verið af skuldum greinarinnar. Tölur Hagstofunnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram frá útgerðunum og það sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði um mitt ár í fyrra. Í máli hennar kom fram að 82% lána til sjávarútvegsfyrirtækja væru í skilum, 10% í endurskipulagningu, 8% á athugunarlista og vanskil engin. Þegar horft er til allra útlána bankans til fyrirtækja eru 46% í skilum, 41% í endurskipulagningu, 9% á athugunarlista og 4% í vanskilum. Þessar tölur tala sínu máli og ástæða til þess að leggja þær á minnið til þess að forðast óábyrgt tal um sjávarútveginn. Að hvíla stáliðEn rétt er það hins vegar að sjávarútvegurinn er skuldugri nú en áður. Og hvernig ætli standi á því? Í öllum fiskveiðiréttarkerfum, þar sem takmarka þarf aðgang að auðlindinni, verður tilhneiging til þess að draga úr sóknartengdum kostnaði. Aðlaga afköst skipastólsins að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sem betur fer. Það er ekki mikil skynsemi í því að vera með ofvaxinn skipastól, sem ekki er hægt að beita til veiða. Við kölluðum það oft að hvíla stálið, hér áður og fyrr. Það er líklegra til árangurs fyrir útgerðirnar, sjómennina, starfsfólkið í sjávarútvegsfyrirtækjunum og umfram allt þjóðarbúið, að sækja hinn takmarkaða afla með sem minnstum tilkostnaði. Það er meðal annars forsenda þess að sá sem hefur heimild til að nýta auðlindina geti greitt eigandanum, ríkinu, það afgjald sem við teljum eðlilegt. Ein forsenda þess er að binda ekki óþarflega mikið fjármagn í skipum, sem ekki má nýta nema með takmörkuðum hætti til veiða. Svo virðist sem margir skauti framhjá þessari augljósu staðreynd. Fyrir vikið verður umræðan svo ruglingsleg, eins og við höfum svo lengi fylgst með. Aukin hagkvæmniÍ fiskveiðiréttarkerfi, eins og kvótakerfinu, reyna menn að draga úr hinum sóknartengda kostnaði. Fækka skipunum, en nýta þau betur og hagkvæmar. Heildartekjurnar minnka hvorki né vaxa fyrir vikið, en afraksturinn verður meiri. Þetta er einn meginkostur þess aflahlutdeildarkerfis sem við búum við. Í okkar sjávarútvegskerfi er það útgerðin sem fjármagnar þessa mikilvægu aðlögun skipastólsins að afrakstursgetunni. Og auðvitað á það sinn þátt í skuldum greinarinnar. Það er hins vegar sjávarútvegurinn sjálfur sem ábyrgð ber á þessum skuldum. Ekki ríkissjóður og ekki skattborgararnir. Það hlýtur að vera aðalatriði. Reikningurinn sendur skattborgurunumÍ öðrum ríkjum reyna menn líka að laga afkastagetuna í flotanum að afrakstursgetu fiskistofnanna. En almennt eru það ekki útgerðirnar sem borga brúsann, heldur ríkissjóðirnir. Á mæltu máli; það eru skattborgararnir sem fá reikninginn. Tökum dæmi um ESB. Evrópusambandið er með gríðarlega víðáttumikið styrkjakerfi fyrir sjávarútveg, sem á ensku heitir European fisheries fund (EFF). Þessir styrkir ná til áranna 2007 til 2013 og nema alls um 700 milljörðum króna, eða 100 milljörðum á ári. Til fróðleiks eru tekjur íslenska ríkisins á þessu ári áætlaðar um 470 milljarðar og tekjuskattur einstaklinga í kring um 110 milljarðar. ESB ver sem sagt árlega álíka upphæð í styrki til sjávarútvegsins og svarar til alls tekjuskatts einstaklinga hér á landi. Álitlegur hluti þessara fjármuna rennur til þess að draga úr flotastærð og betrumbóta á skipum og skyldra hluta. Þessir styrkir nema 185 milljörðum á tímabilinu, eða 25 milljörðum á ári. Hvort er meira í þágu almannahagsmuna?Þetta er munurinn. Okkar sjávarútvegur tekur á sig kostnaðinn við að aðlaga flotann að því sem við megum fiska. Skattborgararnir fá sendan reikninginn frá útgerðum innan ESB. Er það sú leið sem menn vilja fara? Hvor leiðin er betri og réttlátari, sú sem sendir útgerðarmönnunum reikninginn eða sú sem sendir hann til skattborgaranna? Og svo ég riti hér á blað hugtak, almannahagsmunir, sem menn nota svo oft í þjóðmálaumræðunni um þessar mundir og spyrji enn: Hvort þjónar almannahagsmunum betur, að láta útgerðirnar sjá um þessa nauðsynlegu aðlögun, eða fela almenningi í landinu að gera það með aurunum úr veskinu sínu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Margt er sagt um skuldir sjávarútvegsins og því miður ýmislegt mjög ýkjukennt. Það er því einnar messu virði að skoða þau mál eilítið. Nú vill svo til að Hagstofan hefur nýverið birt gögn um þessar skuldir. Samkvæmt þeim voru nettóskuldir sjávarútvegsins 450 milljarðar króna í árslok 2009. Nauðsynlegt er að tala um nettóskuldir. Þá er búið að draga frá birgðir, sem geta verið mis miklar um áramót og skekkja myndina sé ekki tekið tillit til þeirra í samanburði. Þetta er ekki lág tala, en hún er óralangt frá þeim ýkjufréttum sem sagðar hafa verið af skuldum greinarinnar. Tölur Hagstofunnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram frá útgerðunum og það sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði um mitt ár í fyrra. Í máli hennar kom fram að 82% lána til sjávarútvegsfyrirtækja væru í skilum, 10% í endurskipulagningu, 8% á athugunarlista og vanskil engin. Þegar horft er til allra útlána bankans til fyrirtækja eru 46% í skilum, 41% í endurskipulagningu, 9% á athugunarlista og 4% í vanskilum. Þessar tölur tala sínu máli og ástæða til þess að leggja þær á minnið til þess að forðast óábyrgt tal um sjávarútveginn. Að hvíla stáliðEn rétt er það hins vegar að sjávarútvegurinn er skuldugri nú en áður. Og hvernig ætli standi á því? Í öllum fiskveiðiréttarkerfum, þar sem takmarka þarf aðgang að auðlindinni, verður tilhneiging til þess að draga úr sóknartengdum kostnaði. Aðlaga afköst skipastólsins að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sem betur fer. Það er ekki mikil skynsemi í því að vera með ofvaxinn skipastól, sem ekki er hægt að beita til veiða. Við kölluðum það oft að hvíla stálið, hér áður og fyrr. Það er líklegra til árangurs fyrir útgerðirnar, sjómennina, starfsfólkið í sjávarútvegsfyrirtækjunum og umfram allt þjóðarbúið, að sækja hinn takmarkaða afla með sem minnstum tilkostnaði. Það er meðal annars forsenda þess að sá sem hefur heimild til að nýta auðlindina geti greitt eigandanum, ríkinu, það afgjald sem við teljum eðlilegt. Ein forsenda þess er að binda ekki óþarflega mikið fjármagn í skipum, sem ekki má nýta nema með takmörkuðum hætti til veiða. Svo virðist sem margir skauti framhjá þessari augljósu staðreynd. Fyrir vikið verður umræðan svo ruglingsleg, eins og við höfum svo lengi fylgst með. Aukin hagkvæmniÍ fiskveiðiréttarkerfi, eins og kvótakerfinu, reyna menn að draga úr hinum sóknartengda kostnaði. Fækka skipunum, en nýta þau betur og hagkvæmar. Heildartekjurnar minnka hvorki né vaxa fyrir vikið, en afraksturinn verður meiri. Þetta er einn meginkostur þess aflahlutdeildarkerfis sem við búum við. Í okkar sjávarútvegskerfi er það útgerðin sem fjármagnar þessa mikilvægu aðlögun skipastólsins að afrakstursgetunni. Og auðvitað á það sinn þátt í skuldum greinarinnar. Það er hins vegar sjávarútvegurinn sjálfur sem ábyrgð ber á þessum skuldum. Ekki ríkissjóður og ekki skattborgararnir. Það hlýtur að vera aðalatriði. Reikningurinn sendur skattborgurunumÍ öðrum ríkjum reyna menn líka að laga afkastagetuna í flotanum að afrakstursgetu fiskistofnanna. En almennt eru það ekki útgerðirnar sem borga brúsann, heldur ríkissjóðirnir. Á mæltu máli; það eru skattborgararnir sem fá reikninginn. Tökum dæmi um ESB. Evrópusambandið er með gríðarlega víðáttumikið styrkjakerfi fyrir sjávarútveg, sem á ensku heitir European fisheries fund (EFF). Þessir styrkir ná til áranna 2007 til 2013 og nema alls um 700 milljörðum króna, eða 100 milljörðum á ári. Til fróðleiks eru tekjur íslenska ríkisins á þessu ári áætlaðar um 470 milljarðar og tekjuskattur einstaklinga í kring um 110 milljarðar. ESB ver sem sagt árlega álíka upphæð í styrki til sjávarútvegsins og svarar til alls tekjuskatts einstaklinga hér á landi. Álitlegur hluti þessara fjármuna rennur til þess að draga úr flotastærð og betrumbóta á skipum og skyldra hluta. Þessir styrkir nema 185 milljörðum á tímabilinu, eða 25 milljörðum á ári. Hvort er meira í þágu almannahagsmuna?Þetta er munurinn. Okkar sjávarútvegur tekur á sig kostnaðinn við að aðlaga flotann að því sem við megum fiska. Skattborgararnir fá sendan reikninginn frá útgerðum innan ESB. Er það sú leið sem menn vilja fara? Hvor leiðin er betri og réttlátari, sú sem sendir útgerðarmönnunum reikninginn eða sú sem sendir hann til skattborgaranna? Og svo ég riti hér á blað hugtak, almannahagsmunir, sem menn nota svo oft í þjóðmálaumræðunni um þessar mundir og spyrji enn: Hvort þjónar almannahagsmunum betur, að láta útgerðirnar sjá um þessa nauðsynlegu aðlögun, eða fela almenningi í landinu að gera það með aurunum úr veskinu sínu?
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar